Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 190
188
MULAÞING
Kapella sjúkrahússins á Fáskrúðsjirði.
álnir að stærð.1 Sjúkrastofan sjálf, sem er 12x6 álnir,2 veit að firðinum
og tekur sex sjúkrarúm. Að baki hennar er lítið herbergi, 6x4,5 álnir3
að stærð, sem notað er fyrir kapellu, en handan við ganginn er herbergi
svipað að stærð og búið eldhúsinnréttingum. KapeUan er tengd við
sjúkrastofuna, þannig að sjúklingarnir geta verið við heilaga messu.
Það er einnig hægt að syngja helgar tíðir á sunnudögum séu ekki aUt of
mörg skip á firðinum.
Um þrjátíu manns gátu komið til messu í sjúkrahúsinu samtímis
meðan sjúkir safnaðarmenn voru ekki nema þrír. Væru kirkjugestir
hins vegar eitt hundrað eða fleiri, eins og oft kom fyrir á þessu ári,
þurfti að fá stærri húsakynni tU þess að bera fram heUaga messufórn.
Svo mun einnig verða á næsta ári því að nú er vitað með vissu að þá
verða guðsþjónustur haldnar með reglubundnum hætti.
En svo að ég ljúki lýsingu sjúkrahússins langar mig tU að bæta því við
hér að upp á loftið liggur þægUegur stigi, og eru þar tvö ágæt og rúmgóð
1 Dönsk alin = 62,7 sm. 7,5x7,5 m.
2 7,5x3,75 m.
3 3,75x2,80 m.