Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 194
192
MULAÞING
sjaldnast til náða fyrr en komið var undir miðnætti og oft og einatt síðar.
Það þarf því engan að undra þótt erfiðleikar steðjuðu að þegar önnur
hvor systranna varð veik. En reynsla þeirra við hjúkrunarstörfin og
forsjón Guðs og gæska sáu til þess að þær urðu aldrei sjúkar samtímis
þannig að veikindi tálmuðu aldrei starfsemi þeirra. Verkefnum fjölgaði
stöðugt og álagið jókst. Eftir atvikum tel ég þess vegna alveg nauðsyn-
legt að næsta ár komi þrjár systur til starfa á Fáskrúðsfirði, en ekki tvær
eins og í ár. Það myndi þó engan veginn þýða að þær gætu slakað á
taumunum því að foringi franska herskipsins hvetur skútuskipstjórana,
sem hingað til hafa leitað á aðrar slóðir, ákaft til þess að halda til
Fáskrúðsfjarðar.
Um tuttugu fiskiskip lágu úti á firðinum 21. maí. Þann dag sást
risastórt skip nálgast land. Fregnin barst um eins og eldur í sinu og allir
hrópuðu: „Franska herskipið er að koma.“ Tígulega skreið það inn
fjörðinn og blés svörtum kolareyk upp út strompinum uns það stað-
næmdist og lét tvö akkeri falla. Eins og önnur herskip sem leggja leið
sína hingað hafði það sérstakan fána við hún. A honum var mynd af
heljarmiklu bjargi með bókstafnum ,,D“ á og eins konar magabelti eða
gjörð utan um.
Daginn eftir heimsóttu Tulinius ræðismaður, bróðir hans, sýslu-
maðurinn á Eskifirði,1 og ég yfirforingjann á ,,La Manche“. Hann var
hressilegur og ákaflega alúðlegur í viðmóti, frekar lágvaxinn miðað við
norræna menn, en mjög sterklega byggður með greindarlegt andlit.
Auvert skipherra leiddi okkur til hýbýla sinna. Þegar við höfðum kynnt
okkur bauð hann til sætis og talaði við okkur eins og hefðum við þekkt
hann frá fornu fari. Hann ræddi fyrst við hvern okkar og síðan um
almenn málefni. Að svo búnu þágum við glas af víni eða kryddvín eftir
því sem hverjum þóknaðist. Að lokum bauð hann mér að syngja helgar
tíðir um borð. Þáði ég það er hann hafði heitið mér því að allir fiski-
mennirnir á skútunum mættu koma og vera við þessa messugjörð um
borð í herskipinu. Hinn háttprúði skipherra hafði fundið eða séð á mér
að ég var með einhverjar efasemdir í huga. Því sagði hann við mig: ,,Ef
þér viljið heldur hafa messuna í landi, þá komum við alhr þangað.“ Ég
spurði einskis frekar, en fór þess á leit við hinn ljúfmannlega foringja að
nokkrir menn og konur bæjarins mættu koma til messunnar. Kvað
1 Axel Valdimar Tulinius, sýslumaður á Eskifirði frá 1896 til 1911, en fluttist þá til
Reykjavíkur. Varð forstjóri Sjóvátryggingarfélags íslands árið 1918 og gegndi því starfi
til ársins 1933. Skátahöfðingi íslands frá 1926 til æviloka. Axel Tulinius fæddist á
Eskifirði 1865 og andaðist í Reykjavík árið 1937.