Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 194

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 194
192 MULAÞING sjaldnast til náða fyrr en komið var undir miðnætti og oft og einatt síðar. Það þarf því engan að undra þótt erfiðleikar steðjuðu að þegar önnur hvor systranna varð veik. En reynsla þeirra við hjúkrunarstörfin og forsjón Guðs og gæska sáu til þess að þær urðu aldrei sjúkar samtímis þannig að veikindi tálmuðu aldrei starfsemi þeirra. Verkefnum fjölgaði stöðugt og álagið jókst. Eftir atvikum tel ég þess vegna alveg nauðsyn- legt að næsta ár komi þrjár systur til starfa á Fáskrúðsfirði, en ekki tvær eins og í ár. Það myndi þó engan veginn þýða að þær gætu slakað á taumunum því að foringi franska herskipsins hvetur skútuskipstjórana, sem hingað til hafa leitað á aðrar slóðir, ákaft til þess að halda til Fáskrúðsfjarðar. Um tuttugu fiskiskip lágu úti á firðinum 21. maí. Þann dag sást risastórt skip nálgast land. Fregnin barst um eins og eldur í sinu og allir hrópuðu: „Franska herskipið er að koma.“ Tígulega skreið það inn fjörðinn og blés svörtum kolareyk upp út strompinum uns það stað- næmdist og lét tvö akkeri falla. Eins og önnur herskip sem leggja leið sína hingað hafði það sérstakan fána við hún. A honum var mynd af heljarmiklu bjargi með bókstafnum ,,D“ á og eins konar magabelti eða gjörð utan um. Daginn eftir heimsóttu Tulinius ræðismaður, bróðir hans, sýslu- maðurinn á Eskifirði,1 og ég yfirforingjann á ,,La Manche“. Hann var hressilegur og ákaflega alúðlegur í viðmóti, frekar lágvaxinn miðað við norræna menn, en mjög sterklega byggður með greindarlegt andlit. Auvert skipherra leiddi okkur til hýbýla sinna. Þegar við höfðum kynnt okkur bauð hann til sætis og talaði við okkur eins og hefðum við þekkt hann frá fornu fari. Hann ræddi fyrst við hvern okkar og síðan um almenn málefni. Að svo búnu þágum við glas af víni eða kryddvín eftir því sem hverjum þóknaðist. Að lokum bauð hann mér að syngja helgar tíðir um borð. Þáði ég það er hann hafði heitið mér því að allir fiski- mennirnir á skútunum mættu koma og vera við þessa messugjörð um borð í herskipinu. Hinn háttprúði skipherra hafði fundið eða séð á mér að ég var með einhverjar efasemdir í huga. Því sagði hann við mig: ,,Ef þér viljið heldur hafa messuna í landi, þá komum við alhr þangað.“ Ég spurði einskis frekar, en fór þess á leit við hinn ljúfmannlega foringja að nokkrir menn og konur bæjarins mættu koma til messunnar. Kvað 1 Axel Valdimar Tulinius, sýslumaður á Eskifirði frá 1896 til 1911, en fluttist þá til Reykjavíkur. Varð forstjóri Sjóvátryggingarfélags íslands árið 1918 og gegndi því starfi til ársins 1933. Skátahöfðingi íslands frá 1926 til æviloka. Axel Tulinius fæddist á Eskifirði 1865 og andaðist í Reykjavík árið 1937.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.