Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 203
Kringskefjur
EIÐAMANNAVÍSUR
FRÁ 1906 EÐA 1907
Hvað veldur því, að mikil kvæði, ort af
stórum tilefnum og skáldlegum tilþrifum,
vilja oft ekki festast í minni, en alls ómerk-
ar vísur, sem enginn veit tilefnið tii, setjast
að í hugskotinu og víkja ekki þaðan aftur?
Þessu hef ég oft velt fyrir mér, en aldrei
komist að marktækri niðurstöðu.
Þegar ég var barn og unghngur að alast
upp á Jökuldal og Héraði heyrði ég oft raul-
aðar vísur og vísnabrot úr kvæði, sem talið
var ort á Eiðum mörgum árum áður en ég
fæddist. Þetta virtist ekki neinn sérstakur
merkiskveðskapur, en samt sem áður tóku
þessi brot sér bólfestu inni í höfðinu á mér
og hafa setið þar sem fastast síðan, þótt
ekki væri um þau sinnt í marga áratugi.
Fyrir nokkrum árum datt mér þó í hug,
að gaman kynni að vera að eiga kvæðið
allt. Bað ég Kormák Erlendsson að reyna
að útvega mér það. Kom þá í ljós, að hann
hafði kunnað það síðan hann var barn.
Setti hann vísurnar fyrir mig niður á blað
og lét fylgja með fáein orð um tilefni
þeirra.
Ef til vill hefur farið fyrir fleirum eins og
mér, að vísur þessar eða brot úr þeim hafa
tollað betur í þeim en margur merkiskveð-
skapurinn. Ef svo er, kynnu einhverjir
þeirra að vilja hafa vísurnar allar og vita
tildrög þeirra. Sendi ég því ritstjórum
Múlaþings þær, ásamt formála Kormáks,
ef vera mætti að þeir vildu birta þær ein-
hverntíma þegar ekki biði betra efni birt-
ingar:
Tilefnið var, að sex nemendur af búnaðar-
skólanum á Eiðum voru boðnir á ball út að
Hjartarstöðum. I för með þeim þangað var
griðkona af staðnum, sem kölluð var
Spaða-Finna. Engin skil kann ég á henni,
né heldur á stöllu hennar, sem nefnd var
Hjarta-Finna, sjálfsagt til aðgreiningar.
Tveir piltar sátu heima óboðnir, og þótti
súrt í broti að vera settir þannig hjá. Það
voru Jón Guðmundsson frá Koliavík í
Þistilfirði, síðar hreppstjóri í Garði í sömu
sveit, og Sölvi Sigfússon frá Snjóholti í
Eiðaþinghá. Kvað Jón — eða þeir — þennan
brag um kvöldið, svo sem til að rétta sinn
hlut með andans sverði. Lét Sölvi talsvert
yfir þátttöku sinni í yrkingunum; aðrir
heimildarmenn mínir drógu hana mjög í
efa og töldu Jón hafa verið einfæran.
Heimildarmenn: Faðir minn, Sölvi í
Snjóholti, Einar Jónsson verkstjóri o.fl.:
1. Gleðisólin sumarhlý
sveinum heilsar glöðum.
Þá var boðið brögnum í
ball á Hjartarstöðum.
2. Fljótt sig drengjaflokkur bjó,
fæstir þrautum kviðu,
allir sex á einni dróg
ákaflega riðu.