Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 205
múlaþing
203
VIÐBÆTIR
Þau leiðu mistök urðu að nafn Inga Jóns-
sonar kennara frá Ormsstöðum í Norðfirði
féll úr frásögn minni í þættinum úr skóla-
sögu Eiðahrepps, er birtist í 11. hefti Múla-
tings.
Ingi var kennari í Eiðahreppi 1931-1933.
Hann var vinsæll í starfi og vel séður af
nemendum sínum.
Allir sem hlut eiga að máli, eru beðnir
velvirðingar á þessu, og Ingi Jónsson fyrst
og fremst.
Þegar heildarsaga farskólans í Eiða-
hreppi verður rituð, sem vonandi verður
sem íyrst, mun nafn Inga Jónssonar vænt-
anlega skráð þar sem það á heima.
14. apríl 1982
Þórgnýr Guðmundsson
LEIÐRÉTTINGAR
Mistök urðu við uppsetningu fyrsta ljóðs-
ins eftir Kormák Erlendsson í síðasta hefti
Múlaþings. Fyrirsögn þess átti að vera:
Vögguljóð Islendings 1954. Upphaf ljóðs-
ins átti að vera:
Róum, róum
rökkvar um inni
síga jarðskuggar
o.s.frv.
I kviðlingnum eftir Magnús ,,Fellaskáld“ á
bls. 206 í 12. hefti er prentvilla í þriðju
hendingu að neðan. Hendingin á að vera
þannig: „Magnús á enda aftast rær,“ en
ekki oftast eins og prentast hefur.
Helstu heimildir
við Álftvíkingaþátt eftir Benedikt Sigurðsson, bls. 14-55.
Prestsþjónustubækur og manntöl úr flestum sóknum Múlaþings og nokkrum sóknum í
Uingeyjarsýslum.
Þing- og dómabækur úr Múlasýslu.
Hreppsbækur úr Borgarfjarðarhreppi.
Handritasafn Sigurðar Helgasonar frá Dalatanga, varðveitt í handritadeild Þjóðskjala-
safns.
Flest prentuð rit og bækur, sem notuð hafa verið, eru tilgreind í þættinum.
Nokkrir menn hafa öðrum fremur liðsinnt mér við öílun fróðleiks í þáttinn. Nefni ég
einkum í því sambandi skjala- og safnverðina Kristmund Bjarnason á Sauðárkróki, Lárus
Zophoníasson á Akureyri, Armann Halldórsson á Egilsstöðum, Guðmund Sveinsson í
Neskaupstað og Ola Blöndal á Siglufirði. Ennfremur Guðjón Jónsson kennara á Akureyri,
sem lét mér í té niðjatal Halldórs og Vilborgar í Fagradal. Kann ég þeim og öðrum, sem
haía lagt mér liðsinni, bestu þakkir fyrir hjálpina.