Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 16
14
MÚLAÞING
mun hafa dvalið á Hnausum í Sveinsstaðahreppi næsta vetur. Sumarið
eftir var hann svo skipaður héraðslæknir í 14. læknishéraði. Sat á
Ormarsstöðum í Fellum. Hann var alþingismaður Norðmýlinga frá
1881 - 1891 en var þó ekki á þinginu 1883. Líklega hefur það verið
vegna veikinda fyrri konu hans, sem lést í desember það ár. Hann var
prófdómari við læknaprófin 1885. Hann átti sæti í amtsráði austuramts-
ins og í sýslunefnd Norður-Múlasýslu. Þorvarður lést í ferð á Seyðisfirði
og er frá því greint síðar.
Þorvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Karólína Kristjana
Einarsdóttir og var frá Reykjavík, fædd 22. júlí 1856 en lést 11. des.
1883. Börn þeirra voru þrjú: Eiríkur, sem lengst var læknir á ísafirði,
en tvö yngri voru Solveig og Einar, sem dóu bæði hálfs árs gömul.
Síðari kona Þorvarðar var Guðríður Ólafsdóttir Hjaltested frá
Reykjavík. Þau eignuðust 4 börn, - þrjú þeirra létust í frumbernsku
en eitt þeirra lifði, Sigríður, fædd 25. maí 1891. Hún giftist Þorsteini
(8499) Jónssyni kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði.
Seinni maður Guðríðar var sr. Magnús Blöndal Jónsson prestur í
Vallanesi.
Er þá næst að gera grein fyrir tilkomu Kjerúlfs-ættarinnar á Hérað.
Kona var nefnd Arnbjörg Bjarnadóttir, fædd á Illugastöðum í Lax-
árdal bak við Tindastól í Skagafirði um 1790 en uppalin í Kálfárdal í
Gönguskörðum. Ung giftist hún manni, sem hét Sigurður Jakobsson
og var eyfirskur að ætt. Hann drukknaði ungur á Álftanesi árið 1818.
Þau áttu einn son, sem hét Kristján Frímann. Eftir þetta bárust þau
mæðginin austur á Hérað, er Arnbjörg giftist aftur. Síðari maður henn-
ar var Jörgen Kjerúlf læknir á Brekku í Fljótsdal. Hann var læknir frá
14. maí 1819 til æviloka 11. des. 1831 í Austfirðingafjórðungi. Kristján
Frímann ólst upp á Brekku en bjó síðar í Gilsárteigi og á Fossvöllum
og kemur ekki meira við þessa sögu. Börn Arnbjargar og Jörgens
læknis verða hér talin, svo og þau af barnabörnum þeirra, er síðar
verða nefnd í þessum þáttum.
1. Andrés Hermann áður nefndur, kvæntur Önnu Jónsdóttur. Bjuggu
á Melum. Þau eignuðust 14 börn og koma 6 þeirra við þessa sögu:
synirnir Eiríkur, Sigfús, Þorvarður og Guðmundur, sem allir voru
um árabil á Ormarsstöðum í Fellum, og dæturnar Arnbjörg og
Jóhanna, sem voru þar líka á sama tíma.
2. Dórótea Lovísa (1778), fædd 7. mars 1822. Fór til hannyrðanáms
í Kaupmannahöfn, kom þaðan árið 1855 með fyrstu prjónavélina
til Austurlands og var nefnd „sokkavefari“. Með Einari Sigurðssyni