Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 17
MÚLAÞING
15
frá Arnaldsstöðum í Fljótsdal eignaðist hún dóttur, sem skírð var
Sigurbjörg og fór til Ameríku. Að sögn Halldórs Stefánssonar á
bls. 197 í 1. bindi Austurlands, safns austfirskra fræða, giftist Dór-
ótea Lovísa Guðmundi Hallgrímssyni frá Skörðum í Reykjahverfi.
Árið 1862 reistu þau nýbýlið Lindasel, síðasta býlið sem byggt var
í Jökuldalsheiðinni. Þeim fæddist dóttirin Ólöf Dórótea 4. ágúst þá
um sumarið, en 17. febrúar næsta vetur andaðist Dórótea Lovísa.
Guðmundur brá þá búi og var á ýmsum stöðum, t. d. í þjónustu
amerískra hvalveiðimanna á Vestdalseyri í Seyðisfirði sumarið 1867.
Hann fór síðar í siglingar. Ólöf Dórótea ólst að mestu leyti upp á
Skriðuklaustri hjámóðursystursinni, en flutti fullorðin til Ameríku.
3. Jóhanna, fædd 1. apríl 1826, dáin 16. mars 1892, húsfreyja á Skriðu-
klaustri, gift Sigfúsi Stefánssyni bónda þar. Hún ól upp tvær frænkur
sínar, Ólöfu Dóróteu, sem hér Jrefur verið minnst á og Önnu dóttur
Jóhanns Frímanns Jónssonar, og var móðir hennar Arnbjörg bróð-
urdóttir Jóhönnu. Sigfús og Jóhanna áttu sjö börn, en tvær dætur
þeirra verða nefndar til sögu í þessu þáttum: Sigríður, sem giftist
fyrst Eiríki Andréssyni Kjerúlf en þau bjuggu á Ormarsstöðum, og
Arnbjörg, sem bjó á Skriðuklaustri, gift Halldóri Benediktssyni
bónda þar. Anna Jóhannsdóttir ólst upp hjá þeim eftir að Jóhanna
féll frá árið 1892.
4. Jörgen Kristján, 1. mars 1831 og var því á fyrsta ári er faðir hans
lést. Hann varð ekki langlífur, lést 7. maí 1856.
Eins og sjá má var hinn upphaflegi stofn Kjerúlfsættarinnar aðfluttur
á Hérað. Ættmóðirin, Arnbjörg Bjarnadóttir, var Skagfirðingur en
ættfaðirinn, Jörgen Kjerúlf læknir, var danskur. Hann var fæddur í
Kaupmannahöfn 27. september árið 1793, hóf nám við Hafnarháskóla
árið 1812 og lauk læknisprófi árið 1818. Hann var skipaður læknir í
Austfirðingafjórðungi frá 1819, sat fyrsta árið á Eskifirði en eftir það
á Brekku í Fljótsdal, og þar lést hann 11. desember árið 1831.
Það eru því aðeins tvö af börnum Jörgens Kjerúlfs læknis og Arn-
bjargar Bjarnadóttur, sem eiga afkomendur hér á landi, þau Andrés
á Melum og Jóhanna á Skriðuklaustri. En fjölmennar ættir eru nú út
af þeim komnar. Verða þær ekki raktar nánar hér en vísað til annarra
kafla þessarar samantektar, þar sem þeirra er getið.
Ýmislegt, sem Porvarður Kjerúlf var viðriðinn
í dagbók Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum 2. júní 1883 stend-