Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 18
16
MÚLAÞING
ur að Þórsnesfundur hafi verið haldinn á Höfða á Völlum. Þar mættu
90 menn, þeirra á meðal Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri Gránufélags-
ins, sr. Páll Pálsson í Þingmúla, Páll Vigfússon á Hallormsstað, sr.
Sigurður Gunnarsson á Asi og Þorvarður Kjerúlf læknir. Rætt var:
1. um endurreisn Austfirðingafjórðungs,
2. um stjórnarskrána,
3. um alþýðuskóla,
4. um þurfamannaframfærslu,
5. um fyrirkomulag íslenskra fríkirkjusafnaða,
6. um kirkjusiði, því var vísað til synódusar,
7. og 8. um löggildingu Hrúteyrar og Lagarfljótsóss (alþingismál).
Siglingar á Lagarfljótsós
Héraðsmenn bundu miklar vonir á tímabili við löggildingu Lagar-
fljótsóss fyrir verslunarstað. Ástæðurnar voru þær að þrír menn höfðu
allir talið mjög líklegt að hægt væri að sigla inn á ósinn; danski verk-
fræðingurinn Hovdenak, síðan þeir Tryggvi Gunnarsson og Ottó
Wathne. Vonir kviknuðu um að unnt væri að losna við ferðir um
torsótta fjallvegu til Austfjarða. Allar þær ferðir tóku að minnsta kosti
einn dag hvora leið yfir heiðarnar og dalina en í þess stað yrði nú
e. t. v. unnt að sækja kaupstaðarvöru út að ósi miklu skemmri og
auðveldari leið. Jafnvel kom fram hugmynd um að reisa kaupstað á
eystri strönd Lagarfljóts, ekki langt fyrir utan foss. Gerðarvorutilraun-
ir til siglinga inn um ósinn, m. a. reyndi Ottó Wathne að sigla á
hjólaskipi inn um hann árið 1893 en mistókst og sigldi aftur með vör-
urnar til Seyðisfjarðar. Þorvarður Kjerúlf mun hafa verið einna mestur
áhugamaður um þessar tilraunir en hann var ekki uppalinn við hina
síkviku sandströnd Héraðsflóans, þar sem ósarnir byltast og breytast
eftir framburði fljótanna og áhlaðningi brimöldunnar í hamförum norð-
an og norðaustan átta. Um þetta er best að lesa í grein eftir Ármann
Halldórsson í 11. bindi Múlaþings en einnig er saga siglinga á ósinn
rakin í aðalatriðum í III. bindi Austurlands, bls. 94- 104, í grein eftir
Halldór Stefánsson. Virðist engin þörf á að rekja þau mál nánar hér,
heldur birta nokkrar tilvitnanir úr dagbókum Sæbjarnar Egilssonar,
þar sem hann fjallar um væntanlega gufubátsflutninga á Lagarfljóti:
15. jan. 1891: - eg fór inn að Valþjófsstað til að tala við síra Sigurð
um flutningabát á Lagarfljót - með gufuvél - sem áður hefir komist
til orða með ýmsum mönnum hér í Fljótsdal, Fellum og Skógum.