Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 19
MÚLAÞING
17
26. jan: Fundur á Valþjófsstað. Ályktað að stofna fjelag um að koma
gufubát og flutningabát á Lagarfljót. Bátar eiga að vera komnir á
fljótið og teknir til starfa 1892 - um sumarið. Til framkvæmda voru
kjörnir: Sigurður Gunnarsson, prestur á Valþjófsstað, Sæbjörn Egils-
son Hrafnkelsstöðum, Jónas Jónsson Bessastöðum, Halldór Bene-
diktsson Klaustri og Sölvi Vigfússon Arnheiðarstöðum.
1. febr: Fundur á Valþjófsstað í flutningabátsmálinu, 39 hlutir
komnir.
8. febr: í gærdag héldu Fellamenn fund í gufubátsmálinu á Ormars-
stöðum. 7 bændur sem á þeim fundi voru, tóku 13 hluti.
/
Deilur um landamerki í Jökuldalsheiði
Eftir að Jökuldalsheiðin byggðist spruttu upp langvinnar deilur um
landamerki jarða í heiðinni svo og um eignarrétt á landi sumra jarð-
anna. í dagbók sinni 15. september 1885 segir Sæbjörn Egilsson að
hann hafi farið ásamt sýslumanni og lækni norður yfir heiði og voru
þeir á Hákonarstöðum um nóttina. Sýslumaðurinn var Einar Thorlacius
en læknirinn Þorvarður Kjerúlf. Daginn eftir var gjörð áreið á land
milli Grundar og Eiríksstaða og samið um ný landamerki. Daginn eftir
fór mikill flokkur manna í áreið á Jökuldalsheiði. Auk dómendanna,
sýslumanns, læknis og Sæbjarnar, voru að áreiðinni: Jón á Gautlöndum
(fullmektugur hans), Jón prófastur Hofi, Stefán prestur Hofteigi, Met-
úsalem Burstarfelli og voru þeir nóttina eftir í hlöðu á Rangalóni. Mun
ekki í annað sinn hafa gist fríðari flokkur í þeirri hlöðu. 18. september
riðu þeir fyrst austurheiðina en síðan út og norður allt að Brunahvammi
en þaðan að Gestreiðarstöðum og var réttur settur þar. Daginn eftir
réttarhöldin riðu áreiðarmenn að Súluendum. Þar skildu þeir, sumir
fóru út í Vopnafjörð en aðrir um heiði ofan í Skjöldólfsstaði og út í
Hofteig um kvöldið. Þann 20. sept. segir Sæbjörn: „Við Þorvarður
læknir fórum frá Hofteigi, riðum Jökulsá, hún var hestunum ekki nema
í kvið - yfir heiði og að Skeggjastöðum." Þar gisti Sæbjörn um nóttina
hjá tengdafólki sínu en Þorvarður læknir hefur trúlega haldið áfram
út að Ormarsstöðum, þótt ekki sé það nefnt í dagbókinni.
Leið nú og beið með þessi mál fram til ársins 1892. Þann 12. sept.
það ár gerðu sýslumaður, Þorvarður læknir, Sæbjörn Egilsson, Jónas
Eiríksson og Guðmundur Snorrason, Metúsalem frá Burstarfelli og
Jón Kjartansson frá Arnórsstöðum með fullmakt frá Stefáni í Möðrudal
áreið frá Skjöldólfsstöðum vestur í heiði að Ármótaseli, svo í Súluenda,