Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 20
18
MÚLAÞING
þaðan og um Brunahvamm og um Foss og um nóttina að Burstarfelli.
13. september var dómur kveðinn upp þar en daginn eftir fóru Sæbjörn,
Þorvarður og Jónas austur yfir Smjörvatnsheiði, þeir heim en Sæbjörn
fór að Bót og gisti hjá vini sínum og mági Eiríki Einarssyni. Löngu
landamerkjastappi var lokið.
Jökulhlaupin sumarið 1890
Sumarið 1890 urðu miklar náttúruhamfarir á Austurlandi. Þá hlupu
fram stórar spildur af Vatnajökli, það er að segja báðir austustu skrið-
jöklarnir að norðanverðu, Brúarjökull og Eyjabakkajökull. Fram-
hlaupið í Brúarjökli var feiknlegt, því hann hljóp allur fram frá Kverk-
fjöllum austur að Maríutungum fyrir innan Snasfell, fór nokkra kíló-
metra fram á sléttlendið og ýtti eða vafði jarðveginum upp í stóra
hrauka og langa hryggi. Mikill vöxtur var um sumarið í Jökulsá á Dal
og ekki þarf að spyrja að jökulkorginum í vatni árinnar. Fllaupið í
Eyjabakkajökli var miklu minna, enda er hann allur minni en Brúar-
jökullinn. Það féll í hlut Þorvarðar Kjerúlfs að fara og athuga og mæla
hervirki íssins, því hvort tveggja var að hann var þingmaður kjördæmis-
ins og svo mun hann hafa verið áhugamaður á þessu sviði, náttúruvís-
indum. Hér sem annars staðar er Sæbjörn Egilsson helsta vitnið. Lítum
nú í dagbók hans:
23. ágúst 1890: Mælt er að Vatnajökull hafi hlaupið fram á Vesturör-
æfaafrétt. Þorvarður læknir er farinn að athuga það.
Níu dögum seinna segir dagbókin, að jökullinn hafi hlaupið frá
Kverkfjöllum austur að Maríutungum og svo nálægt Eyjafelli.
8. sept. 1890: Eptir áliti og sjón Þ. læknis er það, sem fram hefir
hlaupið af Vatnajökli - vestara hlaupið - 6 mílur á lengd frá vestri til
austur og 5 mílur á breidd, hlaupið sem kom fyrir austan Snæfell er
mikið minna.
12. sept. 1890: í dag og í gær er að heyra urgandi nið inn til jöklanna.
23. sept. 1890: kom Þorv. læknir og síra Sigurður frá að skoða hið
nýja hlaup Vatnajökuls.
Brúarjökull hljóp sem sagt aftur fram í september.
Fundur á Fossvöllum
Víkjum nú að öðrum nýmælum á Héraði. Þann 16. sept. 1890 segir
Sæbjörn að hafi verið héraðsfundur á Fossvelli: „rædd ýmis ný mál,