Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 21
MÚLAÞING
19
svo sem uppástungur um prófdag og verðlaun fyrir börn innan ferming-
araldurs. Um uppfræðing barna. Um nýtt bókasafn fyrir prófastsdæmið
og nefnd í því kosin: síra Einar á Kirkjubæ, síra Sigurður á Valþjófsstað
og Þorv. læknir.“
Séra Einar Jónsson tók við prestskap á Kirkjubæ áður og dettur
manni í hug að hann hafi átt frumkvæðið að þessum fundi, en hinir
auðvitað tekið málinu fagnandi. Ekki tilgreinir Sæbjörn fleiri umræðu-
efni á fundinum, hversu margir voru þar saman komnir eða fleiri fund-
armenn.
Skemmtiferð á Snœfell á ágúst 1880
A liðnum öldum mun það ekki oft hafa komið fyrir hér á landi að
menn gengju á fjöll eða um heiðar í öðrum erindagerðum en í leit að
búsmala eða þá til að ferðast milli byggða og landshluta. Verður hér
greint frá ferð, sem má teljast sérstæð á þessum tímum. Vitnisburður
um hana er í veðurdagbókum Sölva Vigfússonar á Arnheiðarstöðum.
Þann 22. ágúst 1880 lögðu 8 menn af stað frá Geitagerði til að ganga
á Snæfell. MennirnirvoruSölvi Vigfússon, Guttormur Vigfússon bróðir
Sölva (síðar bóndi í Geitagerði), Þorvarður læknir, Jóhann Frímann
á Ormarsstöðum, Andrés faðir Þorvarðar, Brynjólfur Þórarinsson á
Brekku, Ólafur Stefánsson í Hamborg og Baldvin snikkari (óvíst hver
er) við lágum fyrir innan Laugará um nóttina“, segir Sölvi. Daginn
eftir segir hann svo: lögðum til uppgöngu á fellið kl. 10Ú2 en kl. Wi
vorum við komnir upp á hæsta koll á fellinu. Kl. 5 vorum við komnir
ofan aftur, - fórum um nóttina út í Kleif.“
Já, menn höfðu vissulega annað þarfara við tíma sinn og skófatnað
að gera en að eyða í fjallgöngur - vafamál hvort mönnum þótti fjöll
fögur tilsýndar eða þá að nokkuð væri á sig leggjandi til að skoða útsýn
frá þeim. Þó munu ljóð skálda eins og Jónasar Hallgrímssonar og
ýmissa annarra draumórasinnaðra rómantíkusa hafa verið búin að ná
áhrifum á þessum áratugum. En trúlegt er að Þorvarður Kjerúlf hafi
átt upptökin að þessari ferð. Hvort tveggja var, að hann var gefinn
fyrir náttúrufræðilegar athuganir og var þá orðinn þingmaður Norðmýl-
inga svo að hann hefur talið sig þurfa að þekkja kjördæmið betur. Var
þá auðvitað hendi næst að líta á heimaslóðir frá nýju sjónarhorni, í
þessu tilfelli Snæfellinu.