Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 24
22
MÚLAÞING
Fiskifélög Héraðsmanna
Héraðsmönnum kemur ef til vill spánskt fyrir sjónir að lesa eftirfar-
andi kafla, því það sem nú verður sagt frá er löngu gleymt, þótt það
hafi eflaust vakið umtal á sínum tíma. Höfundur þessarar samantektar
var við kennslu í Mjóafirði eystra á árunum 1950 - 1955. Þar bjó þá
roskinn maður, Jón Ingvar Jónsson, kaupmaður í Þinghól í Brekku-
þorpi. Hann gat þess eitt sinn, að Fellamenn hefðu stundað útgerð frá
Mjóafirði og mundu jafnvel hafa haft aðsetur í Þinghól. Liðu svo yfir
þrjátíu ár, að þetta mál var ekki athugað nánar. Rakst þá höfundurinn
á upplýsingar í dagbókum Sæbjarnar Egilssonar um fiskifélög Valla-
manna og Skógamanna í Hellisfirði og á Vattarnestanga en allar bók-
færðar upplýsingar vantaði um útgerð Fellamanna. Var þá hendi næst
að leita til Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku og spyrja, hvort hann
hefði heyrt eða séð nokkuð um þetta mál. Kom þá í ljós, að til er lítill
bæklingur, sem ber heitið íshús og beitugeymsla, unninn í prentsmiðju
Bjarna Jónssonar á Akureyri 1901 og er eftir mann, sem hét ísak
(4380) Jónsson. Hann var Mjófirðingur að ætt og uppeldi, sonarsonur
hins fræga manns Hermanns (4313) Jónssonar í Firði. ísak hefur núm-
erið 4380 í Ættum Austfirðinga og þar er sagt, að hann hafi orðið
næstfyrstur manna til að byggja íshús hér á landi en það er ekki rétt,
hann varð reyndar fyrstur til að koma upp íshúsi á íslandi. Það var í
maí 1895 í Brekkuþorpinu í Mjóafirði. Skal mönnum bent á grein í
11. bindi Múlaþings eftir Vilhjálm Hjálmarsson, þar sem aðdragandi
að byggingu frosthússins í Mjóafirði og saga þess er rakin. En ísak
rekur einmitt útgerðarsögu Fellamanna í bæklingi sínum og skal þess
nú freistað að endursegja frásögn þessa. Taka verður fram að það er
að miklu leyti gert vegna þess að Þorvarður Kjerúlf átti þarna nokkurn
hlut að máli. Þar á eftir er einnig gerð grein fyrir fiskifélögum Valla-
og Skógarmanna en vitnisburðir um þau finnast í dagbókum Sæbjarnar
Egilssonar.
Árið 1866 réðst ísak Jónsson vinnumaður að Ási í Fellum hjá síra
Vigfúsi Guttormssyni (6597), sem var búhöldur góður eins og fleiri af
þeirri ætt. Hann var dóttursonur sr. Vigfúsar Ormssonar á Valþjófs-
stað. Sr. Vigfús Guttormsson hafði ekkert á móti því að reyna heppn-
ina. Sendi hann ísak vinnumann sinn strax fyrsta haustið til Mjóafjarðar
til að róa þar upp á hlut. Ekki varð aflinn mikill, því tregt var um
beitu, stundum aðeins kindagarnir, lungu og rusl er til féllst og úr
fiskinum sjálfum. Einstaka menn voru þó farnir að nota skelfisk að
sögn ísaks.