Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 28
26
MÚLAÞING
bræður og hún systkinabörn. En búskapur Eiríks varð skammvinnur
því hann lést 24. janúar 1886. Sigríður Sigfúsdóttir býr áfram næsta
ár og voru tveir bræður Þorvarðar og Eiríks henni til aðstoðar við
búskapinn, þeir Sigfús og Guðmundur Kjerúlf. Voru 15 í heimili hjá
Sigríði þann vetur. Hún átti einn son með Eiríki. Hét hann Jörgen og
bjó síðar að Húsum í Fljótsdal.
Seinni maður Sigríðar var Sölvi Vigfússon hreppstjóri á Arnheiðar-
stöðum.
Þann 27. ágúst 1886 kvæntist Þorvarður aftur og var seinni kona
hans Guðríður Ólafsdóttir Hjaltested frá Reykjavík. Þau eignuðust
fjögur börn, þrjú þeirra dóu ung en ein dóttir lifði. Var það Sigríður,
fædd 25. maí 1891. Maður hennar var Þorsteinn Jónsson kaupfélags-
stjóri á Reyðarfirði. Á manntalinu 1886 eru Þorvarður og Guðrún með
eina vinnukonu og ekki fleira í heimili. Vorið 1887 fluttist Sigríður
Sigfúsdóttir að Arnheiðarstöðum en Hermann (4377) Jónsson tók við
búskap á Ormarsstöðum og bjó með ráðskonu, Guðrúnu (1682) Jóns-
dóttur frá Kleif. Móðir Guðrúnar, Sigríður (1675) Sveinsdóttir áður
húsfreyja á Kleif er þar með þrjú börn sín, öll milli fermingar og
tvítugs. Sonur hennar, Einar Sveinn, verður nefndur síðar, en annar
sonur Sigríðar, Eiríkur, flyst einnig í Ormarsstaði og gerist vinnumaður
hjá Þorvarði lækni. Næsta ár er sama fólk á Ormarsstöðum en Eiríkur
er þó fluttur að Refsmýri, kvæntur og farinn að búa. Hermann og
Guðrún flytjast að Krossi í Fellum 1889 en Sigríður Sveinsdóttir að
Refsmýri til Eiríks sonar síns. Dvaldi hún þar það sem hún átti ólifað.
Einar Sveinn fluttist með henni og var vinnumaður í Refsmýri fram
yfir aldamót.
Þorvarður læknir rak hinn blómlegasta búskap á ný í nokkur ár á
Ormarsstöðum og virtist nú allt leika í lyndi. Hann sat síðast á þingi
árið 1891 og hafði þá fengið grun um lasleika. Hafði setið á þingi 11
ár, þó ekki 1883. Læknisstörfin voru mjög erilsöm en auk þess átti
hann sæti í sýslunefnd og amtsráði austuramtsins auk mikilla anna í
þágu Pöntunarfélags Héraðsbúa, sem þá var að rísa á legg m. a. fyrir
atbeina hans.
Vart mun Þorvarður læknir hafa sinnt bústörfum enda var margt
vinnufólk í heimilinu. En hann hafði glögga yfirsýn yfir búskapinn,
svo sem félagsmál og landsmál. Fjallar stór hluti þessarar samantektar
um störf hans í þágu Pöntunarfélags Héraðsbúa. Hann hafði ætíð
staðgengil meðan hann var á þingi.
í júlímánuði 1893 var Þorvarður læknir á ferð á Seyðisfirði. Fékk