Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 30
28
2. býli
Vilborg Jónsdóttir vinnukona MÚLAPING 24 „
Jóhann Hallgrímsson Guðrún B. Eiríksdóttir kona hans 23 7 7
Þórhallur sonur þeirra á 1. 7 7
Hermann Jónsson bóndi 50 7 7
Guðrún Jónsdóttir ráðskona 28 7 7
Dagur Gunnarsson hennar barn 3 7 7
Hjálmar sonur bónda 13 ,,
Páll sonur bónda 8 7 7
Sigríður Sveinsdóttir móðir ráðskonu 56 7 7
Sólveig Jónsdóttir dóttir hennar 16 7 7
Gróa Jónsdóttir dóttir hennar 10 7 7
Þorsteinn Einarsson vinnumaður 53 7 7
Þuríður Vilhjálmsdóttir kona hans 56 ,,
Jón Jónsson vinnumaður Hólmfríður Jónsdóttir vinnukona 32 7 7
Jónína barn þeirra 1 7 7
Uppboðið á Ormarsstöðum 27. apríl 1894
Dánarbú Þorvarðar Kjerúlfs læknis var skrifað upp dagana 2. - 4.
apríl 1894. Viðstaddir voru hreppstjórinn í Fellahreppi, Hallgrímur
Jónsson á Skeggjastöðum, og tveir vottar og virðingarmenn, þeir Einar
Guttormsson og Brynjólfur Bergsson. Fyrir hönd ekkjunnar var Sölvi
Vigfússon hreppstjóri á Arnheiðarstöðum viðstaddur uppskriftina. Erf-
ingjar voru:
A. Ekkja hins látna, frú Guðríður Kjerúlf,
B. Börn þeirra: Sigríður, tveggja ára, Ólafur, dó 5. febrúar um
veturinn,
C. Barn Þorvarðar af fyrra hjónabandi, Eiríkur Kjerúlf, 15 ára, í
Reykjavík.
Eignir búsins voru virtar alls á kr. 11653,74. Þar af tók ekkjan upp
í sinn hluta eftir virðingu: bækur, húsbúnað, fatnað, rúmfatnað og 1
hest á kr. 497,50. Viðurkenndar skuldir á búinu voru alls kr. 379,46
en þær voru kaup vinnuhjúa. Helstu eignir búsins voru:
JörðinOrmarsstaðiríFellumNorður-Múlasýslu metin á kr. 4000,00
Jörðin Ásbyrgi í Suður-Þingeyjarsýslu metin á kr. 500,00
Skuldabréf 1618,20
Bækur, fatnaður, rúm, rúmföt 141,50