Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 32
30
MÚLAÞING
Uppboðið fór fram 27. apríl sama vor. Hallgrímur Jónsson hrepp-
stjóri bauð upp en tilkvaddir vottar voru Brynjólfur Bergsson og Guð-
mundur Halldórsson. Auk þeirra undirritar Sölvi Vigfússon uppboðs-
gjörðina.
Bækur, fatnaður, rúm og rúmföt seldust á kr. 241,05
Ymsir munir búsins seldust á kr. 2235,30
Fríður peningur: 8 hestar seldust á kr. 510,50
2 kýr seldust á kr. 271,00
sauðféð seldist á kr. 4167,30
Jarðirnar voru ekki boðnar upp og ekki skuldabréfin og ekkjan tók
í sinn hluta á uppboðinu 12 ær, 12 gemlinga, eina kú og tvö koffort
sem virt var á kr. 310,00. En fjögur númer á uppboðsskránni hljóta
að vekja athygli í sambandi við aðra kafla þessarar samantektar.
Það eru:
Mylluhúsið, virtákr. 14,00 envarslegiðfyrirkrónur 15,00. Kaupandi
var Guðmundur Björnsson Hauksstöðum; nr. 516 í skránni.
Vélahúsið, virt á kr. 40,00 en slegið á kr. 50,50 og var kaupandinn
Jón Ólafsson á Skeggjastöðum; nr. 517 í skránni.
Vefstóll með höföld, virtur á kr. 16,00 en sleginn á kr. 34,10 og
kaupandi var Ólafur Þórðarson á Urriðavatni; nr. 252 í skrá.
Útlendur vefstóll með skeiðum, virtur á 10 krónur en sleginn Guð-
mundi Snorrasyni í Fossgerði á kr. 34,00; nr. 256 í skrá.
Segja má að þessi númer í uppboðsskránni séu sannanir fyrir því
sem rakið hefur verið í kaflanum um tóvinnsluna á Ormarsstöðum.
Húsin voru að sjálfsögðu seld til niðurrifs og kaupendurnir hafa flutt
þau burt. En það skemmtilegasta er að hér kemur fram óræk sönnun
fyrir því að Guðmundur Snorrason hafi keypt Albinusvefstólinn og að
sjálfsögðu orðið að flytja hann brott, en að því hníga allar þær sagnir,
sem greint er frá í kaflanum um tóvinnsluna. En það er líka gaman
að lesa skrána vegna þess að þarna má sjá nöfn forfeðra margra þeirra,
sem nú búa í Fellum og annars staðar á Héraði eða Austfjörðum. En
auk þess eru afkomendur þeirra nú dreifðir víða um land og flestir
munu vera í Reykjavík. Þannig getur tímans rás birst í einni sjónhend-
ingu.
Ein blaðsíða úr uppboðsskránni fylgir hér með en alls munu rúmlega
830 númer hafa verið boðin upp.