Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 34
32
MÚLAÞING
var þó áreiðanlega góð tíska, því auk þess sem áveitur juku heyfeng,
þá eyddust mosi og elfting en stargresi kom í þeirra stað í lónunum.
Landið fékk hagkvæman áburð í áveituvatninu, því það var ætíð tekið
upp meðan enn var vöxtur í ám og lækjum á vorin. Þá er einnig hægt
að verja áveituland fyrir frosti með því að láta áveituvatn standa á því
um vetrartímann. Einnig verður áveitulandið sj álfvarið fyrir beit meðan
vatnið er á því. Af þessum ástæðum sprettur það mun fyrr en annað
engi. Starungurinn eða „bláarheyið“ er afbragðsgott fóður, holdauk-
andi og heilnæmt. Velhirt og óhrakið er það hreinn læknisdómur gegn
skitupest í sauðfé og var notað sérstaklega sem lambahey. En það er
létt í vigtinni og því hafa ýmsir e. t. v. álitið það vera lélegt fóður.
Rannsóknir munu þó leiða annað í ljós.
Víða á Héraði má enn sjá greinileg merki um áveitur. Er minnst á
slíkt þar sem við á í ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi, en á bls. 407
í 1. bindi ritsins, kaflanum um Ormarsstaði í Fellum, má sjáeftirfarandi
setningar: „enn sjást leifar þeirrar áveitu, sem Þorvarður læknir lét
gera og mest þótti mannvirkja af því tagi á Héraði. . . . Skurðakerfið
allt var talið a. m. k. 1200 faðmar og áveitugarður um 650 faðmar.“
Flæðiengið var talið um 30 dagsláttur. Hér má segja að stiklað sé á
stóru og ekki greint nákvæmlega frá. T. d. eru lóngarðarnir alls 10 í
Teigsáveitunni, sem hér verður nefnd því nafni og var stærri áveitan,
en auk þess voru nokkrir garðar í efri áveitunni eða Hjallaáveitunni.
Lítum svo nánar á þetta, en áður en lengra er haldið skal tekið fram
að Þorvarður Kjerúlf var af öllum talinn upphafsmaður þessara fram-
kvæmda og hefur séð möguleikana á að koma vatninu þær leiðir sem
þurfti. Hann hefur líklega haft tæki til hæðarmælinga og eflaust haft
forsögn um framkvæmdir. Hann hafði ætíð 3-4 vinnumenn á búi sínu
og stundum var tvíbýli á Ormarsstöðum í tíð hans. Ábúendur í Refs-
mýri hafa unnið verkið að sínum hluta.
Áveitukerfin voru tvö og algerlega aðskilin. Verður að gera grein
fyrir þeim sínu í hvoru lagi. Fyrst verður greint frá Teigsáveitunni, þar
sem vatnið var tekið úr Þorleifará og veitt þvert um Refsmýrarland.
Síðan verður gerð grein fyrir Efri áveitunni, þar sem vatnið var tekið
úr Ormarsstaðaá og veitt þvert yfir Ormarsstaðahjalla niður í lón, sem
gerð voru ofan við bæjarhóla á Ormarsstöðum og náðu langleiðina inn
að Ormarsstaðaá.
Teigsáveitan eða Neðri áveitan var miklu stærri og með sex hólfum
eða lónum eins og þau voru nefnd í daglegu tali. Tvö af þessum lónum
voru í landi Refsmýrar og voru nefnd Heimablá og Neðri blá. í landi