Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 37
MÚLAÞING
35
úr henni. Er hann utan við Húsagarðskletta og nær að mjóu sundi 200
- 300 m löngu austan þeirra. Þessi deiliskurður flutti vatn í lón nr. 5
en því verður lýst síðar. Má því segja, að í Húsagarðsklettablánni hafi
verið miðlunarstaða, þar sem vatni var deilt til tveggja átta. Lítið ber
nú á skurðinum í blánni en þó má auðveldlega rekja hann.
4. Lómatjarnarlónið var stærsta hólfið í áveitukerfinu og yst í Teigs-
blá. Það afmarkaðist að sunnanverðu af 141 m löngum garði, sem er
lengstur í öllu kerfinu. Garðurinn er mikið siginn niður í blána en sést
þó greinilega. Lómatjörnin er í miðju lóninu og er niðurhleypukelda
frá henni og niður eftir allri blá. Gátt var þar, sem garðurinn liggur
yfir kelduna. Vatninu var hleypt þar út, þegar lónið átti að þorna.
Vatnið skilaði sér fram og niður í fljót. Erfitt hefur verið að fá miðsvæði
lónsins þurrt, nema í bestu þurrkatíð. Sæmilegt engi gæti hafa verið í
því, meðan veitt var á það, þó nú sé þar mikill mosi í þúfum og
mýrarrauði í lægsta svæðinu. Lónið mun hafa verið slegið fram um
miðja öldina, þó vart á blautasta svæðinu. Vatn rann til lónsins frá
Húsagarðsklettablá. Einnig varð að hleypa í það vatni, þegar tæma
skyldi lón nr. 5. Svo var hægt að hleypa í Lómatjarnarhólfið úr Neðra-
vatni.
5. Kvígutjarnarlón gæti næsta hólf kaliast og er í Neðri Teigsblá,
sem hér verður nefnd svo, þótt hún liggi 1 - 2 m hærra en Teigsbláin.
En hún er nær fljótinu (austar) en hólf nr. 4 og er því stuðst við
venjulega áttaviðmiðun á Héraði. Þrír garðar héldu vatninu á þessu
lóni. Að vestanverðu er 100 m langur garður með gátt til tæmingar
niður í hólf 4. Að innanverðu eru tveir garðar, annar 90 m að lengd
en hinn 32 m og er lítið holt á milli þeirra. Vatn rann inn í þetta hólf
úr áður nefndu sundi austan Húsagarðskletta. Þarna er nokkuð þýft
mýrlendi.
6. Segja má að tveir garðar í viðbót hafi legið að hólfi nr. 5, en þeir
hafa verið gerðir til að halda vatni á dálitlu lóni, sem var utan og neðan
við Kvígutjarnarlónið. Verðum við að kalla það nr. 6. Er það óreglulegt
í laginu. Hæðarmunur þessara tveggja síðustu lóna mun varla hafa
verið meiri en hálfur metri. Neðan til í Neðri Teigsblá er 100 m langur
garður frá norðvestri til suðausturs og annar jafnlangur frá austri til
vesturs. Síðan er 115 m langur deiliskurður yst í Neðri Teigsblá og
hefur hann flutt vatn til að standa uppi bak við þessa garða. Þetta hólf
er þýft og erum við nú farin að nálgast Borgarvelli. Lýkur hér lýsingu
lónanna í Teigsáveitu.
I þessari lýsingu hefur aðeins verið minnst á þau örnefni, sem ekki