Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 38
36
MULAÞING
var unnt að komast hjá. Nöfnum fjölda margra holta og kletta kringum
áveitusvæðið hefur verið sleppt. Sennilega þyrfti margar blaðsíður til
að lýsa staðháttum nákvæmlega. Svæðið er víðáttumikið og landslag
margbrotið.
Og þá er komið að Efri áveitunni. Vatnið var tekið úr Ormarsstaðaá,
sem var stífluð skammt fyrir ofan foss við fremri enda Koláss. Heitir
Stífluenni í Áslandi hinum megin (innan við) ána. Rétt við stífluna
hefur þurft að plokka lítið eitt úr kletti til að koma vatninu áfram og
þar hjá þurfti að undirbyggja skurðinn á ca. 40 m löngum kafla. Fimm-
tíu metra kafli af vatnsrásinni hefur því verið töluvert mannvirki. En
áin hefur séð fyrir stíflunni svo að hennar sér engan stað. Svo rann
vatnið eftir 320 m löngum skurði yfir innri enda Kolássins og næst rann
það niður í sund bak við Langamel, sem er löng og mjó skriðjökulalda
austan undir Kolásnum. Lítill skurður hefur verið gerður í sundinu út
fyrir Langamelinn til að greiða fyrir rennsli vatnsins. Næst rann vatnið
eftir 525 m löngum skurði þvert yfir mýrar framan til á Ormarsstaða-
hjalla alveg fram á brún hjallans og fossaði þar niður brekkuna. Fyrir
neðan hjallabrekkuna var skurður, sem tók við vatninu og veitti því
út með brekkunni til að koma því í lón sem var á svæðinu milli hjalla-
brekkunnar og bæjarhólanna í túninu á Ormarsstöðum. Innsti hóllinn
nefnist Halahúshóll. Frá honum lá stíflugarður 100 m beina línu í suður
(inn eftir) en sveigði síðan upp eftir og var þar skálína rúmlega 100 m
löng upp undir hjallabrekkuna. Gullamór heitir lítill aflangur hóll milli
Halahúshólsins og hjallabrekkunnar. Var 30 m langur garður frá Gulla-
mó upp að brekkunni en 65 m langur garður frá Gullamó að Halahús-
hól. Bak við þessa garða voru góð flæðiengi, kölluð lónin og voru
slegin árlega. En nú er djúpur framræsluskurður eftir þessu svæði og
garðanna sér engan stað lengur, því allt svæðið hefur verið gert að
túni. Aðveituskurðirnir sjást vel.
En skurður lá einnig eftir þessum lónum fram á árbakkann til að
þurrka landið í tæka tíð, áður en heyskapur skyldi hefjast. Vatnið úr
lónunum rann þá ofan í skurðinn, sem flutti vatnið að myllunni og
kembingarvélunum. Má því segja, að þannig tengist sá skurður áveitu-
kerfinu.
Um það bil 300 metra frá aðveituskurðinum yfir hjallann er hallalaus
mýrarblettur og var lágur lóngarður ca. 100 m langur í sveig innan við
hann til að halda þar vatni, sem hægt var að hleypa inn eftir úr áveitu-
ræsinu (525 m langa), sem áður var nefnt. Þarna var eins konar aukalón
úr (Hjallaáveitunni) efri áveitunni. Stífla hafði einnig verið gerð við