Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 45
MÚLAÞING
43
að aldri árið 1973 en fæddist 15. janúar 1894. Svo einkennilega vill til
að faðir Odds og afi Guðfinns var á bernskuskeiði, þegar Móðuharð-
indin gengu yfir. Hann hét Hildibrandur Þorvarðarson og bjó á Ekkju-
felli. Hann lést sextugur að aldri árið 1836 og hefur því verið 7 ára,
þegar gaus á Síðumannaafrétti árið 1783.
En Sigurður Jóhannsson ólst upp í Fellum. Kvæntist Sigþrúði Gísla-
dóttur frá Meðalnesi (3000). Þau bjuggu tvisvar á Miðhúsaseli, í fyrra
skiptið frá árinu 1916 - 1929 en í síðara skiptið 1931 - 1934, er þau
fluttust til Seyðisfjarðar með börn sín fimm. Sigurður lést 15. sept.
árið 1958.
Lýkur hér að segja frá Jóhanni Frímanni Jónssyni, uppruna hans,
æviferli og börnum.
Tóvinnslan í Ormarsstöðum
Eftir að Alþingi íslendinga var endurreist 1845, reis upp almenn
vakningaralda, sem hreif hugi manna víða um land. Urðu Snæfellingar
og Barðstrendingar fyrstir til að halda fundi um þingmál árið 1849 en
Norðmýlingar ári síðar. Munu tveir fyrstu fundir Norðmýlinga hafa
verið haldnir að Fremraseli í Tungu en síðar að Þinghöfða við Krakalæk
í sömu sveit. Þar var einn hinna fornu þingstaða Múlsýslunga. Árlegir
fundir voru til 1862. Árið 1873 efna Múlsýslungar til sameiginlegs
fundar í Þórsnesi skammt innan Egilsstaða og virðist sá fundur hafa
verið fjölmennur. Líklega hefur ekki verið fundur þjóðhátíðarárið og
ekki heldur öskufallsárið en síðan voru þeir haldnir árlega til 1880.
Tvo fundi átti að halda síðar í Þórsnesi en sökum veðurs og fjölmennis
var annar haldinn að Höfða, hinn að Egilsstöðum. (Austurland, safn
austfirskra fræða, 3. bindi, bls. 57 - 93). Reyndust Austfirðingar öruggir
stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar og voru prestarnir hvað ötulastir,
einkum sr. Sigurður Gunnarsson prestur á Desjarmýri og síðar á Hall-
ormsstað. Hann er aðalheimildarmaður um fundina.
Þórsnesfundurinn 1880 kemur einkum við þennan þátt. Þar voru 200
manns, 150 Sunnmýlingar og 50 Norðmýlingar. Var fundurinn haldinn
til að undirbúa næstu alþingiskosningar og að tilnefna frambjóðendur.
Er kannað hafði verið fylgi þeirra, sem stungið var upp á til framboðs
var skorað á Jón Ólafsson fyrir Suður-Múlasýslu og Þorvarð Kjerúlf
fyrir Norður-Múlasýslu. Sat Þorvarður á þingi til 1891 en var þó ekki
á þinginu 1883.
Það nýmæli kom fram á fundinum að stofnað var hlutafélag til að