Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 47
MÚLAÞING
45
En vinnslan gekk skrykkjótt, full afköst náðust ekki og verður nú
reynt að leiða getum að ástæðum fyrir því:
1. Þetta var óþekkt nývirki á Héraði, kunnátta í meðferð og viðhaldi
tækjanna ekki nægjanleg, útbúnaður af vanefnum gerður og ekki
nógu faglega settur upp og vefarinn (M. E.) óánægður með hlutskipti
sitt. Tafir í vinnslu gátu komið sér afar illa.
2. Ormarsstaðaáin er dragá og vex mjög í leysingum og regni. Hroða-
vöxtur hefur farið með stífluna, þegar verst gegndi. Vetrarfrost gátu
gert strik í reikninginn. Sennilega hefði allt orðið auðveldara
viðfangs, hefðu vélarnar verið settar upp við lindá eða afrennsli
stöðuvatns.
3. Vinnslan gæti hafa þótt dýr. Árið 1885 kostaði 25 aura að kemba
hvert pund. Flutningur að og frá Ormarsstöðum kostuðu tíma og
vinnu en misjafnt eftir vegalengdum. Ekki kemur fram í dagbókum
Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum að hann hafi látið vinna
fyrir sig út á Ormarsstöðum. Bændur hafa e. t. v. heldur viljað
breyta ull í fat heima, einkum þar sem margt vinnufólk var á bæjum,
eins og t. d. á Hrafnkelsstöðum og víðar.
4. Menn þurftu að leggja inn í verslanir þá ull, sem ekki þurfti að nota
fljótlega heima. Bændur voru oft bundnir af loforðum um ullarinn-
legg hjá kaupmönnum og Pöntunarfélagi Fljótsdalshéraðs, sem var
að rísa á legg á árum tóvinnslunnar á Ormarsstöðum.
5. Vera kann að Jóhann Frímann hafi misst heilsu og þrek árið 1888,
þegar starfsemin hætti. Hann lést ári síðar. Enginn hóf merkið að
nýju.
6. Starfsemin hefði þurft að vera nær höfn, einkum eftir að farið var
að nota bómullargarn (tvist) með ullinni.
Frumkvöðlar þessarar starfsemi munu hafa ætlað sér að auka fjöl-
breytni atvinnuvega, skapa störf í landi og auka prjón og vefnað með
útflutning í huga og spara um leið kaup á dúkum erlendis frá. Trúlega
hefur áhugi verið á þessu fyrirtæki í upphafi. Aftan við dagbók Sölva
Vigússonar á Arnheiðarstöðum (1883) stendur: »Þeir, sem ætla að gefa
á tombólu til að bæta tóskaparvélarnar: 1. Páll Sigmundsson, 2. Sigríður
Magnúsdóttir, 3. Magnús Eyjólfsson, 4. Guðmundur Þorláksson.« Sig-
ríður var móðursystir Jóhanns Frímanns, Páll var seinni maður hennar
og Magnús Eyjólfsson var sonur hennar af fyrra hjónabandi. Páll og
Sigríður bjuggu þá í Geitagerði í Fljótsdal, síðar í Meðalnesi í Fellum
og síðast í Mýnesi í Eiðaþinghá.
En nú er kominn tími til að gá í dagbækur Sæbjarnar Egilssonar: