Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 49
MÚLAÞING
47
eru óræk vitni um þá vetrarönn búskaparins. Var hvort tveggja stundað
af kappi árlega á flestum heimilum. Danska stjórnin sendi vefstól af
nýrri gerð til Austurlands árið 1783 til að vefa í og smíða eftir. Jón
Þorsteinsson, síðar nefndur vefari, sigldi til að læra vefnað, kom aftur
árið 1794 og fór strax að vefa og kenna vefnað. Ekki má gleyma Jóni
Guðmundssyni rokkasmið á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hann
smíðaði 900 rokka að því að talið er, alla úr íslensku birki. Jón var
rennismiður. Árangur af starfi þessara manna varð mikill. Tóvinna og
vefnaður á Austurlandi munu hafa verið á háu stigi hvað gæði snertir
eftir að kom fram á miðja 19. öld. Segja má að vefnaðurinn hafi verið
listiðnaður eftir að kom fram á síðustu áratugi 19. aldar og bómullar-
garn (tvistur) fór að flytjast til landsins. Það örvaði vefnaðinn að frú
Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks Magnússonar (8520) í Cambridge á
Englandi hóf sölu á dúkunum. Um og eftir 1880 fóru menn að huga
að tóvinnu og vefnaði með vélum, t. d. hinn ötuli búfræðari Torfi
Bjarnason í Ólafsdal. Magnús Þórarinsson kynnti sér ullarvinnslu með
vélum í Danmörku og kom upp vísi að vatnsknúinni ullarverksmiðju
á Halldórsstöðum í Laxárdal. Halldór Jónsson á Rauðamýri á Langa-
dalsströnd kom upp vatnsknúnum vélum á Nauteyri á sama tíma. Þar
var veitt saman heitu og köldu vatni til að tryggja rennsli vetur og
sumar. Störfuðu þær nokkur ár uns húsið brann. Fundafélag Eyfirðinga
varð til að koma þessum málum á nýjan grundvöll árið 1897 og verður
það ekki rakið lengra hér.
En tóvinnutækin á Ormarsstöðum voru seld og dreifðust þvf, einkum
eftir uppboð, sem haldið var á dánarbúi Þorvarðar Kjerúlfs á Ormars-
stöðum þann 27. apríl 1894. Reynamáþó að rekjaferilþeirralítiðeitt.
Höfundur þessa þáttar ritaði Páli Gíslasyni á Aðalbóli bréf vorið
1979 og spurði hvort hann hefði heyrt á þetta minnst á uppvaxtarárum
sínum í Fellum. Páll ólst upp á Krossi. í svarbréfi 17. júlí sama ár
segir Páll:
„Eg hef heyrt að Guðmundur [Snorrasonj í Fossgerði hafi keypt allt
gumsið, bundið í klyfjar og lagt á heiðina með þessa lest en orðið
dagþrota eða hreppt vont veður og skilið burðinn eftir einhvers staðar
- líklega í Klausturselsheiði - sennilega lagt upp frá Skeggjastöðum
og þar sé hann enn. Þetta er einhver lygilegasta þjóðsaga sem ég hef
heyrt; ekki líkt Guðmundi að gefast upp - óbilandi kjarkmaður og
vanur vosi á heiðinni, flutti yfir hana allt til og frá búinu á langri ævi
og birgðir til verslunar eftir að hann gerðist kaupmaður. Hinsvegar
ekki ótrúlegt að hann keypti vélarnar og ætlaði að setja þær niður hjá