Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 50
48
MÚLAÞING
sér, nóg hafði hann vatnsaflið við túnfót í Fossá að norðan eða Víðidalsá
sunnan túns. Verið fær um að vinna þetta verk sjálfur, að smíða hús
og aðra aðstöðu, lærður smiður frá kóngsins Kaupinhafn og kannske
verið fenginn til að koma þessu upp á Ormarsstöðum í byrjun. Enginn
þarf að ætla að Guðmundur hefði lagt í þennan kostnað og fyrirhöfn
nema vera viss um árangur. Þá er líklegt að smalar hefðu rekist á
brakið einhvers staðar á öldu, tæplega hefur Guðmundur sökkt því í
flóa.“
í bréfi 20. sept. 1979 segir Páll: „Örfáar línur út af þjóðsögu um
lopavélar Guðmundar sem ég taldi skrök eitt. Nú er í ljós komið að
oft hefur meir verið logið. Sverrir Þorsteinsson bóndi Klúku Fljótsdal,
segir að Guðmundur hafi keypt vélarnar að mestu á uppboði en eitthvað
hafi farið til Péturs eða Páls. Sverrir telur, að Guðmundur hafi flutt
draslið upp á Grjótups eða Vegups, sem er austan til á Fljótsdalsheiði,
líklega á hestum til að aka þeim þaðan á sleða, var þó ekki viss um
það fremur en upsina. Segir að faðir sinn, Þorsteinn Jónsson bóndi í
Klúku þá, hafi keypt tvo járnvinkla lítið eitt breiðari og þykkri en
skeifnajárn, með rauf í á öðrum enda líkl. til að máta breidd og lengd.
Aldrei var þetta þó notað í Klúku og varð undir gamla bænum, þegar
hann var að velli lagður um 1950.
Ekkert veit Sverrir um af hverju Guðmundur gafst upp á fyrirtækinu,
en telur að Bessastaðamenn, sem voru hagir vel, hafi fengið mikið af
þessu eða allt og flutt heim, hvort sem þeir hafa keypt af Guðm. eða
hirt löngu síðar sem vogrek, því í Bessastaðalandi mun það hafa verið.
Bessastaðamenn notuðu þetta í tæki, sem þeir smíðuðu, t. d. rennibekk
og stórt hjól settu þeir í samband við smergelhjól með fótstigi.“
Og enn segir Páll í bréfi dagsettu 8. okt. 1979. „Var að tala við
Ingimar Jóhannsson bónda á Eyrarlandi í Fljótsdal, sem telur að eitt-
hvað kunni enn að vera eftir úr tóvinnuvélum á Símonarmel stutt
neðan Grjótupsar en ofan Brúna í Bessastaðaheiði. Ef eitthvað væri
þarna, þyrfti að bjarga því.“
Á Símonamel er ekki neitt dót lengur en þeir Bessastaðabræður,
dóttursynir Jóhanns Frímanns, notuðu hjól úr þessu dóti, sem þarna
var, í rennibekk, sem var fyrst á Bessastöðum en síðar á Litlu-Grund,
býli eins þeirra bræðra. Nú er rennibekkurinn í bílskúr við húsið Tjarn-
arlönd 15 í Egilsstaðaþorpi. En hjólið mun ekki veralengur í honum.
En það er rétt, sem Páll Gíslason segir: „ekki líkt Guðmundi [Snorra-
syni] að gefast upp.“ í bréfi til Tryggva Gunnarssonar, dagsettu 12.
desember 1896, segir Guðmundur að sér leiki hugur á að selja danskan