Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 56
54
MÚLAÞING
félagssvæðinu til undirbúnings því að koma lögfestu skipulagi á pönt-
unarfélagið:
„Hingað til höfum vér orðið að una því, að kaupmenn einir ráði
lögum og lofum í allri verslun vorri, þessari lífæð hverrar þjóðar að
efnum til og flestum framförum, og hefir það, sem í vændir mátti vita,
orðið lítil heillaþúfa um að þreifa öllum almenningi. Nú síðustu árin
hefur þó vaknað nokkur löngun hjá mönnum til að breyta til í þessu
sem öðru, og þó það hafi eigi farið sem kunnlegast eða fimlegast úr
hendi, af því að samheldni manna og mátturinn til framkvæmdanna
hefur verið svo veikur, þá er þó þessi breytingarlöngun orðin svo rík
í hugum manna, að hún mun eiga sér nokkurn aldur og hann til góðs,
ef viljinn styrkist en veikist eigi frá því sem nú er komið. Þetta síðasta
árið sýnist sem kaupmenn margir hverjir hafi ætlað sér að girða til
fullnustu fyrir þessa viðleitni manna, svo hafa þeir gengið hart að, og
reið þó nú mest á að hlífast við skuldheimtum, er langviðri og önnur
óáran nær hafði reitt flesta til falls og óvíst er að margir reisi nokkurn
tíma við aftur.
í því trausti, að bændur séu nú loks orðnir svo aðþreyttir af þessu
harðræði kaupmanna, ræðst eg í að skrifa í nokkra hreppa Norður-
og Suður-Múlasýslna, einum manni í hverjum hrepp, um að koma
saman í Vallanesi 9. des. til að tala um þetta nauðsynja- og vandræða-
mál vort, og reyna að ráða það af, er tiltækilegast er.
Sé svo, að þér viljið sinna þessu að nokkru, væri vel, ef þér kæmuð
á stefnu með hreppsbúum yðar, til að vita gjör vilja þeirra í málinu,
og gætuð þá skýrt fundinum frá tillögum þeirra.
Ormarsstöðum, 15. nóv. 1885.
Þorvarður Kjerúlf.
Herra prestur, Stefán Pétursson, Hjaltastað."
Næst verður að athuga hvað Sæbjörn Egilsson segir um fundinn. Nú
er greinilega komið fast skipulag á félagsskapinn:
9. des. 1885: „Eg var á aðalfundi pöntunarfjelagsins í Vallanesi -
kjörnir 2-3 menn fyrir hvern hrepp Hjeraðsins. Þar var sett á stofn
pöntunarfjelag fyrir alla hreppa Hjeraðsins, nema Jökuldals - og Hlíð-
arhrepp, sem eru í fjelagi með Vopnfirðingum, sem stofnað hafa sams
konar fjelag hjá sjer. A fundinum var kosinn Björn Sigurðsson, sem
var á skrifstofu Gránufjelagsins í K-höfn til að vera fulltrúi félagsins
í Leith. Einnig ákvarðað að vörur yrðu pantaðar frá Skotl. og sauðir
á næsta hausti seldir þangað. Loforð til þess nú um 2700. Kosin for-