Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 59
MÚLAÞING
57
verslunar. Síðan hefir bæst úr þeim vandræðum með því að Norðmenn
hafa flutt á gufuskipum sínum mjöl og fleiri matvöru til kaupstaðanna.
Lítið lána nú kaupmenn en heimta skuldirnar stöðugt.“
(Ekki sakar að skjóta hér inn upplýsingum um fleiri félög sem stofnuð
voru á Héraði um þessar mundir. Árið 1885 stofnuðu Skógamenn
fiskifélag í Hellisfirði. Það fór um koll eftir 6 mánuði með 900 króna
tjóni. Vallamenn stofnuðu félag til fiskveiða á Vattarnestanga og það
fór um koll á næsta ári með mörg hundruð kr. skaða. Þá ferðaðist
Magnús Magnússon um Héraðið til að safna hlutum í síldarfélagi.
Sæbjörn segir á einum stað að hann hafi skrifað sig fyrir „2 aktíum“
á 500 krónur hvora en alls hafi Magnús safnað um 27 aktíum í Fellum
og Fljótsdal. 15. mars 1883 fór Sæbjörn á síldveiðafélagsfund í Brekku-
gerði í Fljótsdal).
Víkjum nú að árinu 1886.
9. mars 1886: „Séra Sigurður kom hér, - það á að halda fund á
morgun að Valþjófsst. um pöntunarfjelagið - ætlast er til að seld verði
ull fyrirfram og látin ganga fyrir eitthvað af vörunum, sem pantaðar
voru í vetur, því ekki lítur vel út með sauðasölu á næsta ári vegna
tjóns, sem kaupmenn biðu í haust. Það er gjört ráð fyrir að fjelagið
sendi og selji 16000 pund af ull.“
3. júlí 1886: „Fundur á Miðhúsum í pöntunarfjelaginu, - mest rætt
um sölu á sauðunum.“
5.júlí: verð á ull ekki uppkveðið enn - verslunarástandið bágt
fyrir bændur. Innlend vara, fiskur og ull á lágu verði en ríkt gengið
eftir borgun á skuldum.“
8. júlí: (þann dag er Sæbjörn staddur á Seyðisfirði) „kjörnir menn
1 úr hverjum hreppi að reyna að semja við R. Slimon um kaup á
sauðum í haust.“ (Slimon var skoskur fjárkaupmaður - keypti lifandi
fje ogflutti til Skotlands. Þarvar því beitt, þangað til því var slátrað).
13. júlí: „Ull á S-firði nú 52 aurar. Ekki tókst sauðakaupsamningur
við R. Slimon.“
30. júlí: „Síra Sigurður kom að tala um pöntunarfjelag.“
5. ágúst: „Fundur á Valþjófsstað til að telja saman verð á pantaðri
vöru hvers eins hér í sveit - eftir innkaupsverði, leggja á þær kostnað,
áætlaðan 20% og síðan að telja sauði, sem hverjum ber að láta fyrir
vöruna. Hver sauður metinn nú á 13 krónur. Það eru nærfellt 500
sauðir, sem þarf að selja úr hverri sveit til að borga vöruna eptir því
verði, þar eð sumir hafa pantað nærri því alla sína útlendu vöru.“
7. ágúst: fundur í dag á Miðhúsum vegna pöntunarfjelagsins.“