Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 62
60
MÚLAÞING
Þeir áttu til góða eftir þetta ár 1860 kr. Þar af voru teknar 524 til að
standast húss og lóðarkaup á Seyðisfirði og 251 króna fyrir skuld, sem
ýmsir Úthéraðsmenn lentu í við fjelagið í ár sem leið. Leifunum, yfir
1100 kr. var skipt milli þeirra, sem þær áttu að fá. Kosnir sömu for-
stöðumennogáður: Sigurður, Sölvi ogSæbjörn." (Fljótsdalsdeildin).
17. apríl: „Pöntunarfjelagið hefir keypt hús tvö á Seyðisfirði og tvo
húsgrunna. Wathne er farinn eftir pöntuðum vörum til Newcastle og
ætlar um leið að koma með bryggju handa pöntunarfjel."
18. maí: „PóstskipiðThyra kom meðpantaðarvörurþann 16. þ. m.“
22. júní: „Eg sat á fundi að Valþjófsstað til að gjöra áætlun um
úttekt og innlegg pöntunarfjelagsmanna. Eptir þeirri áætlun kostar
útlend vara, sem fjelagsmenn hjer taka nær 12000 kr. og þurfa fyrir
hana 3000 pund af ull, um 720 sauði - verð hvers áætlað nú 15 kr.“
2. júlí: „Enskt gufuskip kom með pöntuðu vörurnar nóttina þ. 30.“
20. ágúst: „Eg var á fjölmennum fundi á Miðhúsum. Þar rætt um
Gránufjelagsverslun - um ástand þess og framtíð og kosnir menn á
aðalfund, sem á að verða settur á Seyðisfirði 7. sept.“ (Þetta er tekið
með til að sýna áhrif Gránufélagsins. S. K.).
En skyndilega riðar pöntunarfélagið til falls. Forstöðunefnd félagsins
vill að aðrir taki við. Líklega hafa þó orðið deilur innan félagsins út
af skuldum Úthéraðsmanna.
22. okt. 1887: „Fundur á Miðhúsum. Pöntunarfjelagið leystist
sundur, því forstöðumenn fengust engir, þá er hinir fyrri vildu ekki
lengur vera fyrir því. Þó er ætlast til að aptur verði efnt til nýs félags-
skapar en með öðru fyrirkomulagi.“
4. nóv: „Nú var enn fundur í pöntunarfjelagi. Stofnfundur fjelags
með nýju fyrirkomulagi lántöku og að borgað sje út í hönd - erindreki
íslenskur, sem gjörir kaup fyrir fjelagið og selur erlendis.“
14. nóv: „Fundur á Valþjófsstað í hinu nýstofnaða verslunarfjelagi
Fljótsdalshjeraðs og gjörðust 19 bændur fjelagsmenn. Þrjár eru deildir
fjelagsins: Fljótsdals, - Fella - og Valla / Skógadeild. Þrír eru formenn
fjelagsins og þrír deildarstjórar í deild hverri. Hver þessara þriggja
deilda tekur lán allt að 20000 krónur hjá kaupmanni í Leith til að
tryggja kaupin með og verður E. S. Sæmundssen fulltrúi fjelags og
kaupstjóri erlendis.“
Þarna hafa samvinnumenn á Inn-Héraði haft hraðar hendur á að
bjarga því sem bjargað varð. Þorvarður Kjerúlf, Sæbjörn Egilsson,
séra Sigurður Gunnarsson og Jón Bergsson sáu auðvitað að svo búið