Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 67
MÚLAÞING
65
1. júlí: „Nú eru allir að sækja pantaða vöru. Zöllner kom þ. 25. f.
m. á Seyðisfj örð með pantaða vöru til Norður - Austur - og Vesturlands
hlaðfermt gufuskip.“
17. ágúst: jeg fór út að Vallanesi á Pöntunarfjelagsfund. Þar var
ákveðið:
1. að selja fyrir sauði eða peninga vöruleifar, sem eftir eru og umfram
hafa verið sendar pöntun fjelagsmanna.
2. að taka á móti vörum ætluðum til vorbirgða, sem væntanlegar eru
með fjárflutningaskipi 5. okt.
3. að skorað var á stjórn fjelagsins að koma í veg fyrir að fje fjelagsins
verði ruglað saman við annað fje, sem flutt kynni að verða á nefndu
skipi og að sauðir frá fjelaginu verði seldir sjerstaklega en ekki
saman við annað fje.
4. að sauðaverð í haust verði talið þá er áætlun verður gjörð um
skuldaborgun p.-fjelagsins - 14 aura hvert pund í lifandi sauðum
en 11 aura í geldum ám.“
23. ágúst 1889: „Fundur í pöntunarfjelaginu á Klaustri - flestir fje-
lagsmenn komu á fund.“
9. nóv: „Fundur á Egilsst. í pöntunarfjelagi - stóð þar til kl. 2 um
nóttina. Jón Bergsson er kosinn með Þorvarði og síra Sigurði í stjórn-
arnefnd og afhendingarmaður. Fundurinn ályktaði meðal annars:
1. laun afhendingarmanns, 21/2%, verði hjeðan af einnig tekin af inn-
fluttum peningum, sem standa á faktúru;
2. að taka 6% rentu af skuldum sem koma á eftir næsta nýári og gjalda
einnig 6% rentu þeim sem kunna að eiga inni eptir þann tíma,
borga allar skuldir upp á hausti;
3. koma pöntunarskýrslum burt fyrir 25. þ. m.;
4. skipta skemmdum vörum milli fjelagsmanna;
5. óskemmdvara, liggjandi á Seyðisfirði, dregin frápöntun næsta ár;
6. Jóni falið á hendur um gamlar skuldir. Reikningsform á miðum
samþykkt. Húskostnaður engum endurgoldinn. Zöllner umboðs-
maður fjelagsins sendi ekki hingað nema góða og gallalausa vöru.“
Úr annál ársins 1889:
„Verslun fremur góð og valda því að nokkru leyti pöntunarfjelag
og hin sívaxandi verslunarviðskipti manna við Englendinga bæði með
útlend vörukaup og fjársölu til þeirra á haustum,--einstaklingar í
ýmsum sjávarsveitum panta vörur sínar með póstskipum beint frá út-
löndum, helst Danmörk eða Noregi. Fyrstur manna hjer á Hjeraðinu
hóf Jón Bergsson á Egilsstöðum, (sem enn er afhendingarmaður pönt-
5