Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 68
66
MÚLAÞING
unarfjelagsins og) keypti þá jörð í vor, sveitaverslun þar, - hann fjekk
leyfi til í í vor. Hann seldi ýmsa vöru og alla nokkuð ódýrar en kaup-
menn.
Hjá pöntunarfjelaginu var L. Zöllner send ull nokkuð meiri en í
fyrra en sauðir um 2200. Skuld fjelagsmanna við hann er nú nokkuð
mikil en það er fastur ásetningur fjelagsmanna að borga hana alla á
þessu ári.“
Nú skyggnumst við fram á við til næsta árs.
27. janúar 1890: „Jeg fór út að Egilsstöðum til Jóns Bergssonar og
leit á reikningana frá L. Zöllner. Sauðir í haust og annað fje seldist
vel, sauðir 18,84kr. ogæroghrútarogljelegastafje 15,31 kr. meðaltal.“
14. mars: „Aðalfundur pöntunarfjelagsins á Egilsstöðum. Ýmis fje-
lagsmál rædd. 4 á fundi úr Fljótsdal: síra Sigurður Gunnarsson, Sæbjörn
Egilsson, Halldór Benediktsson og Sölvi Vigfússon; Úr Tungu Eiríkur
Einarsson; Úr Fellum: Einar Guttormsson, Hallgrímur Jónsson, Jörg-
en Sigfússon og Þorvarður Andrésson Kjerúlf; Úr Eiðaþinghá: Guð-
mundur Hallason; Úr Vallahreppi: Gunnar Pálsson, Jón Bergsson,
Brynjólfur Bergsson og Sigurður Einarsson. Úr Skriðdal: Jón ívarsson
og Antoníus Björnsson.
Þessir menn eru nú forstöðumenn fjelagsins og deildarstjórar. Nokk-
uð fleiri voru á fundinum.“
15. mars 1890: „Fyrir fje sent í haust til Zöllners fær pöntunarfjelagið
að frádregnum kostnaði hjer og erlendis 16,22 kr. fyrir hvert pund í
sauðum og 13,5 í geldum ám.“
Svo virðist sem ákveðið hafi verið á þessum fundi að halda uppboð
á vöruleifum frá árinu áður. Næsta tilvitnun virðist sanna það.
12. apríl 1890: „Allur varningur á pöntunarfjelagsuppboðinu, sem
haldið var á tveim dögum, varð fulldýr."
28. apríl: „Eg fór að Ormarsstöðum. O. Wathne er um sinn hættur
við Lagarfljótsós en á Búðareyri er mælt að hann ætli að byggja.“
19. maí: „O. Wathne og Jón Magnússon á Eskifirði byggja báðir á
Búðareyri og er Friðrik Wathne af hálfu bróður síns farinn að versla
þar, verð er lægra hjá honum.“
Hér er þess að geta að húsið, sem Jón Magnússon reisti á Reyðarfirði
vorið 1890 mun hann að líkindum hafa flutt utan frá Breiðuvík í Helgu-
staðahreppi, svokallað Tærgesenshús, sem reist var þar 1880. Það er
nú elsta hús í eigu Kaupfélags Héraðsbúa, sem keypti það 1912. Er
þar nú hótel. Annað mál er, að hér kemur fram, svo að ekki er um
að villast, hvenær verslun hefst á Búðareyri í Reyðarfirði. Um hús