Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 69
MÚLAÞING
67
Jóns Magnússonar má lesa í 13. bindi Múlaþings á bls. 60-75, saman-
tekt Ármanns Halldórssonar. En nú kemur gestur í heimsókn til Aust-
urlands.
22. júní 1890: „Við Jón Bergsson töluðum við L. Zöllner, sem er
commissionair pöntunarfjelags vors og sem kom til S-fjarðar í fyrradag
frá Englandi á gufuskipi sínu „Mount Park“ með vörur til kaupfjelaga
austan, norðan, vestan og sunnan lands. Hann er kurteis maður en lét
þó í ljósi óánægju sína út af því að skuld pöntunarfjelagsins fer nú
vaxandi, nú hjer um bil 60000 kr. að meðtöldum innfluttum vörum í
ár. Til að borga þetta ætlar hann að ekki dugi minna en 20000 pund
af ull og 2500 fjár og er það nær lagi.“
23. júní: „Áður en Zöllner fór í dag töluðum við Jón ásamt Þ.
Kjerúlf, semnúvarkominn, viðhann um hagfjelagsinsogframtíð.“
6. sept: „Fundur haldinn á Miðhúsum í Pöntunarfjelagi Fljótsdals-
hjeraðs. Ymsar ákvarðanir teknar um sauðasölu.“
28. sept: eptir miðjan dag byrjað að vega pöntunarfjelagsfje á
Klaustri.“
29. sept: vegið fje inni í dölum. Frjettist um að fjárflutningaskip
frá L. Zöllner væri strandað nálægt Færeyjum.“
30. sept: „Nú er vegið fje, sem gengur úr þessari pöntunarfjelagsdeild
bæði gegn útlendum vörum og væntanlegum peningum 818 kindur.
Ótalið er það, sem vegið hefur verið á norðurbyggð utan Hengifossár
en væntanlega verður það nálægt 300.“
1. okt: „Rekið af stað fje, jeg læt 120, 62 sauði og 58 ær.“
3. okt: „í gærkvöldi kom skip frá Zöllner „Lalande“ til að flytjafé.“
3. nóv: „Fundur á Egilsstöðum í Pöntunarfjelaginu. Ályktað var að
leita skyldi samninga við Snorra Wium til að gjörast afhendingarmaður
fjelagsins í stað Jóns Bergssonar, sem ekki vildi lengur hafa þann starfa
á hendi með þeim skilyrðum, sem nauðsynleg virtust, svo sem að hafa
alla afhendingu eða borga aðstoðarmönnum af sínum launum, - að
vera þar sem oftast á staðnum, - Seyðisfirði o. s. frv. Forstöðumenn
Þ. Kjerúlf og sr. Sigurður endurkjörnir.“
Hér þarf að staldra við og gera athugasemdir. Á bls. 50 í riti Bene-
dikts Gíslasonar frá Hofteigi í tilefni af hálfrar aldar afmæli Kaupfélags
Héraðsbúa, er sagt að Jón Bergsson hafi látið af starfi forstöðumanns
pöntunarfélagsins árið 1889. Það sannast þó í síðustu tilvitnun að hann
lætur af starfinu árið 1890. Þá tekur Snorri Wium við, að líkindum við
áramót 1890 - 1891. Jón taldi mjög óhentugt fyrir sig að sjá um afhend-
ingu niðri á Seyðisfirði, enda stóð hugur hans nú til búskapar og fram-