Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 70
68
MÚLAÞING
kvæmda á jörð sinni, Egilsstöðum. Jók hann þar bú sitt á þessum árum
og setti þar líka upp sveitaverslun, þá fyrstu á Héraði. Var þó aðallega
með þær vörur, sem pöntunarfélagið skeytti minna um að hafa á boð-
stólum.
15. nóv. 1890: „Fundur á Klaustri í Pöntunarfjelagsdeild Fljótsdæla.
Flestir fjelagsmenn á fundi og allir einlægir á því að halda áfram með
fjelagið. Kosnir sömu menn í deildarstjórn: Halldór Benediktsson
bóndi á Klaustri, Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum og Sölvi Vigfús-
son á Arnheiðarstöðum. Þeir hafa hver 1 af hundraði af umsetnings-
verði deildarinnar, sem nemur á ári nál. 15000 kr.“
24. nóv: „Nú skiptum við peningum, 2500 kr. milli þeirra manna í
pöntunarfjelaginu, sem sendu sauði til Zöllners gegn peningum einum.
Þessir peningar voru liggjandi hjá Jóni Bergssyni síðan í haust.“
7. des: „Brjef er komið frá Zöllner um að vorull fjelagsins, nálægt
15000 pund hafi hann selt fyrir 79 aura pundið og sauði fyrir um 18.
kr. meðalverð.“
En 4. október um haustið féll frá sá fyrsti úr framvarðasveit Pöntun-
arfélags Fljótsdalshéraðs frá stofnun þess, síra Páll Pálsson í Þingmúla,
formaður Skriðdalsdeildar félagsins. Hann var Skaftfellingur að ætt og
uppeldi, f. í Hörgsdal á Síðu 4. okt. 1836, tók prestvígslu 1861, var
prestur í Vestur-Skaftafellssýslu til ársins 1877, er hann fór til Stafafells
í Lóni um þriggja ára skeið. Þá fékk hann Þingmúla í Skriðdal með
Hallormsstað og var þar síðasta áratug ævinnar. Var þingmaður Vestur-
Skaftfellinga 1869-1873 og aftur 1875-1879. Hann var atgervismaður,
skemmtinn og glaðvær, hafði miklar, liðugar og fjölhæfar gáfur en var
mjög örlyndur og lítill fjárgæslumaður. Þorvarður Kjerúlf orti eftirmæli
um hann látinn og eru þau birt á öðrum stað í þáttum þessum.
Séra Páls í Þingmúla verður þó lengst minnst fyrir að vera fyrsti
heyrnleysingjakennarinn á Islandi en auk þes kenndi hann mörgum
ungum mönnum undir skóla. Þeirra á meðal var Magnús sonur Sæbjarn-
ar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum. Hann varð síðar læknir í Flatey á
Breiðafirði.
Úr yfirlitinu 1890:
„í þessu yfirliti verður tekið með nokkru fleira en það, sem beinlínis
snertir hag pöntunarfjelagsins. Það er gert til að fá fram víðara umhorf
yfir búhagi á Héraði og fjörðunum:
„Verslun var í betra lagi og er það að miklu leyti að þakka viðskiptum
manna, fjelaga og einstakra manna við útlenda og enska menn, sem
ekki hafa hjer fast aðsetur og ýmsum ríg, sem aukist hefir á milli