Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 81

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 81
MÚLAÞING 79 Ekki tókst þrátt fyrir tilraunir að finna markaði fyrir íslenskt fé á meginlandi Evrópu. Dálítill markaður var fyrir saltkjöt í Noregi. Þá var reynt að flytja út kælt kjöt en tókst illa. Markaðsverð reyndist ekki nógu hátt til að kosta flutning kjöts með frystiskipum til Evrópu. Nú yfirfylltust markaðir þar og í Bretlandi eftir aldamótin af frosnu kjöti, sem kom með hraðskreiðari skipum og stærri eftir langleiðum frá sam- veldislöndum Breta. Svo virðist sem ullarsalan hafi að jafnaði verið hið örugga flotholt í sölumálum bænda. Hún var oft um 40% af útflutningsverðmæti land- afurða á tveimur síðustu áratugum 19. aldar (sjá mynd á bls. 21 í ritinu Sauðasalan til Bretlands eftir Sveinbjörn Blöndal). Eftir 1897 bætti salan á dilkakjötinu léttsaltaða til (Danmerkur og) Noregs nokkuð úr skák en kom alls ekki í stað útflutnings á fæti. Erlendir fjárkaupmenn hættu að kaupa fé á íslandi en kaupfélögin héldu áfram að flytja út fé nokkur ár fram yfir aldamótin. Zöllner og Vídalín tóku þó fé fyrir Pöntunarfélag Héraðsmanna en verðið var lágt. „Við bjarma frá blakt- andi týru“ sáu ýmsir bændur framtíðarlandið vestan hafs líkt og 20 - 30 árum fyrr, eftir Dyngjufjallagosið 1875 og harðindin rétt eftir 1880. Þeir voru margir hverjir lítt haldnir af viðskiptunum og söfnuðu jafnvel skuldum. Rétt eftir aldamótin hófst önnur stórskriða mannflutninga til Ameríku (1900 til 1905). Ýmsir bændur reyndu að bjarga sér með því að stofna rjómabú og jafnvel að flytja út heimaunnið smjör en segja má, að landbúnaðurinn hafi ekki rést úr kútnum fyrr en bygging sláturhúsa hófst um 1910 og síðan með byggingu frystihúsanna rétt fyrir 1930. Á árunum 1897 - 1900 fækkaði sauðfé um 20% á íslandi, úr 600 þúsund niður í 475 þúsund. Sauðaeign hvarf úr sögunni. Eftir þetta verður stuðst við Gjörðabók Pöntunarfélags Fljótsdalshér- aðs, sem Sigurður Ó. Pálsson fann í skjölum Tunguhrepps haustið 1986. Einnig fannst gjörðabók Felladeildar í skjölum Fellahrepps. Gjörðabókunum ber saman um þau mál, sem vísað var til deildanna. Engir reikningar fundust þar viðkomandi pöntunarfélaginu. Sennilega eru þeir allir glataðir. En gjörðabókin hefst á aðalfundi 1897 og var hann haldinn á Hafrafelli í Fellum 4. nóvember. Fundargerðir fyrstu fjögurra áranna eru skrifaðar af sr. Einari Jónssyni og er vottað 10. nóv. árið 1900 að þetta sé rétt afrit, sem hann hafi fært inn í nýja bók þar eð sú fyrri sé útskrifuð. Skjöl hreppanna eru nú í Héraðsskjalasafn- inu á Egilsstöðum. Árið 1897 hljóp skriða á hús og bryggju pöntunarfélagsins, annað sinn sem félagið varð fyrir slíku tjóni. Ekki varð af flutningi undan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.