Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 87
MÚLAÞING
85
staðahreppi. Að sjálfsögðu versl-
uðu Héraðsmenn á Eskifirði frá því
fyrir aldamótin 1800, þangað til
verslun hófst á Seyðisfirði og sumir
eftir það. En á fundinum var líka
samþykkt að panta vörur fyrir allt
að 20000 kr. og að rita á sérstaka
skrá þær vörur, sem áttu að fara til
Reyðarfjarðar. Innlend vara var
áætluð á svipuðu verði og áður.
Stjórn félagsins og endurskoðendur
urðu sömu og áður. Samþykkt var
að verja um 200 kr. til að byggja
nýja bryggju fram undan pöntunar-
húsinu. Fyrrverandi pöntunar-
stjóra, Jóni Jónssyni var vottað
þakklæti fyrir dugnað og starfsemi í þágu félagsins.
Stjórnarfundur var haldinn á Seyðisfirði 10. júlí 1902. Þar var ályktað
að skora á Zöllner að sjá til þess að pöntunarfélagið fengi endurgreidd-
an mikinn aukakostnað vegna tafa á flutningum svo og vegna aukafarm-
gjalda, uppskipunar og pakkhúsleigu, sem það varð að borga „í bráð
til að geta fengið vörurnar.“ Lagt var fyrir deildarstjóra „að gefa af-
hendingarmanni skýrslu fyrir 25. júlí um það, hvort menn vilji fremur
senda fje út lifandi til skuldalúkningar eða slátra því hjer og hversu
margt þeir munu senda ef til kemur og brýna fyrir þeim að borga sem
mest af skuldum sínum í haust.“ Jóni Stefánssyni var falið að fara til
Reykjavíkur 29. júlí og „semja við Zöllner um það hversu mikið hann
vildi gefa eftir af skuld fjelagsins, kvarta yfir vörum og vöruverði - og
tala við hann um útflutning lifandi fjár og slátrun. Enn er minnst á að
„ganga sem ríkast eftir borgun skuldanna."
A aukafundi stjórnar á Seyðisfirði 23. september var gert ráð fyrir
að flytja út 1500 lifandi fjár, sauði og geldar ær ungar. Skyldi það
komið á Seyðisfjörð 3. október. Hvert pund átti að vera 13 aurar
lifandi vigt en á sláturfé skyldi verðið vera: Skrokkar sem jafna sig
upp með 36 pund - hvert á 20 aura, skrokkar minni en 36 pund - hvert
á 18 aura, mör á 25 aura pundið, gærur hver á 2,25 kr., 2,00 kr., 1,75
kr., 1,50 kr. og 1,25 kr. Rætt var um að verðskrá sýndi að vöruverð
hjá Zöllner væri hærra á öllum vörum en hjá kaupmönnum í Kaup-
mannahöfn. Ákveðið var vegna óskar frá Zöllner að senda honum