Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 89
MÚLAÞING
87
Á aukafundi 2. apríl 1903 greindi formaður frá því að Jón Stefánsson
hefði náð nýjum samningum við Zöllner, sem bauðst til „að gefa upp
krónur 23883,67 af skuld fjelagsins við hann, ef eftirstöðvarnar greiðist
á næstu 4 árum (um 36000 kr.) svo að fjelagið sje skuldlaust við sig 1.
jan. 1907,“ gegn því að meðlimir félagsins selji honum einum vörur sínar.
Gengu fundarmenn að þeirri kröfu. „Formaður las upp kafla úr brjefi
frá L. Z. þar sem hann skýrir frá tilraunum sínum til að selja kælt kjöt
frá íslandi og kemst hann að þeirri niðurstöðu að engin tiltök sje að gera
tilraun með útflutning á því og lýsir því yfir að hann vilji ekkert eiga við
sölu á því.“ Ákveðið var að hafa reikninga söludeildar aðskilda frá öðrum
reikningum félagsins og að ljúka bryggjunni á næsta vori. Síðast var
ákveðið að kalla inn á árinu 14 af skuldum fjelagsmanna.“
Far með var að fullu brostin vonin um útflutning á kældu kjöti.
Mikið rættist þó úr í bili með þessum nýju samningum við Zöllner.
Aðalfundur ársins 1903 var haldinn á Egilsstöðum 10. des. Reikning-
ar félagsins voru samþykktir en síðan var birt „bréf frá L. Zöllner þar
sem hann lýsir ánægju sinni yfir viðskiptum sínum við fjelagið þetta
ár og getur þess að skuldin við sig muni minnka um 18 - 20 þús. krónur
á árinu. Með því að hann getur þess að steinolía hækki talsvert í verði,
er honum falið að fresta kaupum á henni sem lengst og jafnvel að
kaupa rússneska olíu, en að hún komi þó eigi síðar en í byrjun septem-
ber.“ Samþykkt var að senda mætti „til útlanda 30 gærur garfaðar og
10 gærur hertar til prófs án þess að fá borgun fyrir.“ Pöntun yrði að
vera komin til afhendingarmanns eigi síðar en 27. des. og að allur
rúgur, rúgmjöl og maísmjöl með fyrstu ferð og 14 af annarri matvöru,
kaffi, sykri, tóbaki og öll járnvara. Hreppunum var leyft að panta
fóðurkorn upp á ábyrgð sína. Tungudeild og Hjaltastaðaþinghárdeild
fengu að láta merkja þungavöru sína frá útlöndum til Óshafnar. Vöru-
verð var áætlað svipað og áður. Ákveðið var „að ekkert fje skuli keypt
á Seyðisfirði til útflutnings, nema það hafi áður verið vigtað af þar til
kvöddum mönnum og má þá bæta allt að 5 pundum við þunga hverrar
kindar, sem rekin hefur verið yfir fjöll til Seyðisfjarðar.“ Stjórn félags-
ins var falið, „að grennslast eftir um markað á lifandi fje í Antwerpen."
„Fundarstjóri lagði fram brjef frá byggingarnefnd sjúkraskýlis á Brekku
um fjártillag til sjúkraskýlisins, - var deildarstjórum falið að bera þetta
undir næstu deildarfundi." Þeim var einnig falið að brýna rækilega
fyrir deildarmönnum að vanda sem best verkun á ull, að því er þvott
og þurrk snertir. Félagsstjórn og endurskoðendur sátu áfram og Jón
Stefánsson sem afhendingarmaður með 3800 kr. laun og frían bústað.