Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 91
MÚLAÞING
89
Bréf var lesið upp frá Friðbirni Bjarnasyni frá Húsavík um að stofna
sauðaábyrgðasjóð með 50 aura tillagi fyrir hvern útfluttan sauð á haust-
inu. Gjaldinu var hafnað en deildarstjórum falið að kynna málið í
deildunum. „Þá var samþykkt með öllum atkvæðum að auka stofnsjóð-
inn 1. jan. 1905, að tvöfalda eign hvers fjelagsmanns, sem hefur rjett
til viðaukans.“
Þá var samþykkt að veita 100 kr. til að byggja vöruskúr á Krosshöfða
við Selfljótsós og að vörur fyrir Tungu- og Hjaltastaðaþinghár-deildir
yrðu fluttar deildarmönnum að kostnaðarlausu á ósinn, „en þó skulu
þeir sjálfir annast uppskipun.“ Samþykkt var að gefa sr. Sigurði Gunn-
arssyni í Stykkishólmi kost á að kvitta skuld sína með 600 kr. greiðslu
eða borga 6% vexti áfram. Endurskoðendur, félagsstjórn og afhending-
armaður voru allir endurkjörnir. Síðast var samþykkt að panta vörur
til söludeildar fyrir allt að 30000 kr.
Stjórnarfundur var haldinn á Seyðisfirði 19. sept. 1905 „til að ákveða
verð á venjulegum haustvörum.“ Kjöt af dilkum, veturgömlu fé og
tvævetrum sauðum tekið á 20 aura, kjöt af öðru fé á 18 aura, mör á
22 aura, gærur á 38 aura pundið. Sauðir til útflutnings skyldu vega
minnst 112 pund, hvert áætlað á 15 aura. „í söludeild skal taka vörurnar
á sama verði sem kaupmenn gefa á Seyðisfirði.“
Aðalfundur ársins 1905 var haldinn á Egilsstöðum hinn 14. nóvem-
ber. „Lögð var fram skýrsla frá afhendingarmanni yfir ferð hans til
útlanda s. 1. vetur, skýrir hann þar frá tilraunum sínum með kaup á
útlendum vörum. Út af skýrslunni urðu miklar umræður, sjerstaklega
að því leyti hvað sumt af matvörunni væri vont og þó dýrt.“ Félagsstjórn
var falið að reyna „að koma á sameiginlegum fundi milli fulltrúa frá
kaupfélögunum íslensku, til að ræða um samband milli þeirra um sam-
eiginleg mál, svo sem sameiginleg innkaup á útlendum vörum og sölu
á innlendum vörum o. s. frv.“
Afhendingarmaður skýrði frá því að þegar verð á útfluttri, innlendri
vöru væri komið til borgunar, „mundi fjelagið verða skuldlaust við
Isl.banka um nýár og þar að auki væri talsvert fyrirliggjandi í fjelaginu
af útlendri og innlendri vöru.“ Vörum skyldi skipt á sama hátt og áður
milli pöntunar- og söludeildar, „þó var ákveðið að panta mætti auk
þess er ákveðið var fyrra ár: shirting, nankin, boldang, lakaljereft,
smjörsalt, skotfæri og einstaka hluti. Og að tvist mætti panta í
pundum.“ Ákveðið var að mætti panta til söludeildar upp á allt að
30000 kr. „Verð á innlendri vöru var áætlað: ull á 85 aura (pundið),
sauðir 13 - 15 kr., veturgamalt 10 kr., dilkær með dilk 16 kr., dilkar