Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 95
MÚLAÞING
93
„Úr Eiðadeild fimmtudaginn 3. okt.
úr Tungudeild föstudaginn 4. okt.
úr Hjaltastaðad. sunnud. 6. okt.
úr Felladeild mánud. 7. okt. ca. 400 fjár,
úr Fljótsdalsd. þriðjud. 8. okt. ca. 700 - 800 fjár,
úr Valladeild fimmtud. 10. okt.
úr Fella- og Fljótsdalsdeild föstud. 11. okt. afganginn af sínu fé.
Vigta skyldi allt féð heima í deildum.“ Verð líkt og áður.
Eftir þetta sá Vigfús G. Þormar um slátrun hjá pöntunarfélaginu og
síðan hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, alls um rúmlega 50 ára skeið.
Geta ber þess að fjártökutíminn var sá venjulegi, þ. e. í fyrri hluta
okt.
Aðalfundur pöntunarfélagsins fyrir árið 1907 var haldinn á Egilsstöð-
um. Reikningar félagsins voru samþykktir með „áskorun til afhending-
armannsins um að taka athugasemdir endurskoðenda til greina,“ ef
unnt væri.
Sjóður félagsins við árslok 1906 var kr. 10438,29.
Hús, áhöld og bryggja við árslok 1906 var kr. 24437,60.
„Fundarstjóri lýsti því yfir, að ekki væri hægt að gefa yfirlit yfir
ástæður fjelagsins sem stæði, af því að innlend vara: ull, kjöt og gærur
og meiri hluti af fiski væri enn óselt.“ Hér hefur sýnilega fallið mjög
þungt högg á veika viðu pöntunarfélagsins auk þess sem gamlar skuldir
höfðu lítt eða ekki innheimst, engin von var til að sumar greiddust og
lítil von um sumar en líklegt um nokkrar. Af þessum ástæðum hefur
Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum, fyrrum stjórnarmaður í félaginu, farið
fram á að fá stofnsjóðsinnstæðu sína greidda, hvað gert var en um leið
var tekið fram að slíkt yrði ekki gildandi regla framvegis. Hér hefur
sýnilega verið farið að gæta tortryggni og tvídrægni út í stjórn, afhend-
ingu og reikningsfærslu félagsins. Gunnar var glöggur maður og óhlíf-
inn. Jón Bergsson fór fram á sama en málaleitan hans var vísað til
félagsstjórnar. Samþykkt var í einu hljóði að veita Vigfúsi Guttorms-
syni „200 kr. styrk til utanfarar í vetur til þess að kynna sjer kjötsölu,
aðgreiningu kjöts, pylsugjörð, fyrirkomulag sláturhúsa og fl.“
Ákveðið var að panta á sama hátt og sl. ár eða fyrir allt að 30000
kr. til söludeildar. Endurkjörnir voru endurskoðendur og afhendingar-
maður, sr. Einar Jónsson sem formaður, Brynjólfur Bergsson varafor-
maður og Björn Hallsson á Rangá var kjörinn meðstjórnandi félagsins.
En uggur ýmissa félagsmanna er vakinn, því á næsta stjórnarfundi,
9. júlí 1908 kemur fram að „ýmsir menn höfðu óskað eftir að sjer yrði