Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 100
98
MÚLAÞING
en að gefa fjelagið upp til gjaldþrotaskipta. En leita skyldi um það
áður álits fjelagsmanna á deildafundum og skyldi svar þeirra vera
komið til fjelagsstjórnar fyirr 20. júní n. k.“
Þórarinn Benediktsson var kosinn í stjórn í stað Péturs Stefánssonar
sem hafði látist.
Samþykkt var að reyna enn við íslandsbanka að hann tæki að sér
skuld við Landsbankann gegn fyrsta veðrétti í húsum félagsins. Einnig
var stjórninni heimilað að ráða málafærslumann, ef þyrfti „til þarfa
félagsins og á kostnað þess.“
Þessir fulltrúar mættu auk stjórnarmanna: Guttormur Vigfússon,
Sölvi Vigfússon, Brynjólfur Bergsson, Nikulás Guðmundsson í Arn-
kelsgerði og Halldór Stefánsson, sem þá bjó í Hamborg. Auk þeirra
voru á fundinum Jón Bergsson á Egilsstöðum, Páll Sigfússon á Melum
og Ólafur Metúsalemsson framkvæmdastjóri félagsins á Seyðisfirði.
En nú er þolinmæði lánardrottnanna á þrotum og það sem næst gerðist
þótti voðamál á sínum tíma enda hafði slíkt aldrei áður gerst á Fljótsdals-
héraði. En skemmtilegt er að sjá hversu drengilega félagsmenn brugðust
við, allir sem einn. Af því má álykta, að þeir hafi talið pöntunarfélagið
vera til gagns. Og þeir hafa sýnilega lært sér til gagns af mistökunum í
pöntunarfélaginu. Pöntunarfélagsmenn stóðu að stofnun Kaupfélags Hér-
aðsbúa árið 1909 og þeir létu ekki skuldasöfnunina eyðileggja það fyrir-
tæki. Og nú lítum við á síðustu fundargerð félagsins.
Almennur fundur var haldinn í pöntunarfélaginu 25. júní 1910 að
Ekkjufelli í Fellum. „Aðaltilefni fundarins var það, að Útbú íslands-
banka hafði stefnt 58 fjelagsmönnum fyrir skuld fjelagsins við það.
Var stefnan í tvennu lagi, hvor þeirra gefin út 16. júní þ. á. og var
stefnt fyrir gestarjett á Seyðisfirði 27. þ. m. Skuldirnar samtals kr.
45397,61.“
Fyrir eldra reikningslánið kr. 20881,43 var stefnt 54 mönnum.
Fyrir skuld út af yngra reikningsláninu kr. 24516,18 var stefnt 36
mönnum en þar af 32 stefndir fyrir fyrri skuldina. Alls var því stefnt
58 mönnum. Voru þeir, sem unnt var að ná til, kvaddir á fundinn til
undirbúnings réttarhaldinu, svo og þeir sem voru félagsmenn eftir að
fyrra lánið var tekið. Á fundinum mættu 39 menn af hinum stefndu
og allmargir aðrir félagsmenn.
Útibúið gaf kost á að sættast upp á 30000 kr. jarðarveð með þeim
sjálfsskuldarábyrgðum, sem það hafði í höndum og yrði „lánið síðan
greitt með jöfnum afborgunum á 6 - 8 árum auk vaxta og alls innheimtu-
kostnaðar.“