Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 102
100
MÚLAÞING
greiddar út. Inneignir flestra félagsmanna voru smávægilegar en Dines
Petersen varð fyrir mestu tapi. •
í því, sem tilgreint hefur verið úr fundargerðabók félagsins má sjá
flestar af ástæðunum fyrir falli þess. Lítum nánar á þær.
Innflutningsbann Breta (nema í sóttkví), kom til framkvæmda 1897
og olli 40% verðlækkun á útflutningsfénu. Haustið 1896, síðasta ár
háa verðsins, fórst margt fé í fönnum á afréttum Héraðsmanna.
Skuldasöfnun félagsmanna hófst 1897 og hlóð utan á sig, einkum
1907, þegar verðfallið varð á ullinni og allar vörur félagsmanna seldust
lítt eða ekki fyrr en eftir dúk og disk. Verðfallið og sölutregðan þá
ollu vanskilum við Dines Petersen, tapi hjá söludeild og enn hraðari
skuldaaukningu félagsmanna. Óvarleg vörulán afhendingarmanns
munu einnig hafa komið til.
Samkeppni kaupmanna á Seyðisfirði fór harðnandi og hafði mikil
áhrif. Zöllner setti upp verslanir þar, á Borgarfirði og Vopnafirði. Jón
frá Múla gerðist umboðsmaður hans. Stefán Th. Jónsson, Þórarinn
Guðmundsson og Sigurður Jónsson veittu þá forstöðu sinni versluninni
hver á Seyðisfirði. Verslun Héraðsmanna dreifðist nokkuð eftir alda-
mótin; bændur norðan Jökulsárfóru aftur að versla á Vopnafirði (ásamt
nokkrum Vopnfirðingum stofnuðu þeir pöntunarfélag, sem leið undir
lok 1904), Úthéraðsmenn fóru að versla á Borgarfirði og við Óshöfn,
og Inn-Héraðsmenn fóru að kaupa ýmsar vörur hjá kaupmönnum á
Seyðisfirði. Nokkrir hinna síðast nefndu versluðu jafnvel á Eskifirði.
Mikil tortryggni hefur sýnilega komið upp, þegar deildarstjórar
Valladeildar kvörtuðu yfir ofáætlun verðs á ull og útflutningsfé í febrúar
1906. Jón Bergsson og Gunnar Pálsson (báðir Vallamenn) sáu auðvitað
að þetta leiddi til meiri vörukaupa og vörulána hjá viðskiptavinum
félagsins en hollt var og mundi orsaka vanefndir við útlenda umboðs-
menn og síðar til hærri lána í bönkum en félagið gat staðið við. Þeim
hefur ekki litist á blikuna og í beinu framhaldi af þessu vildu þeir og
fleiri fá stofnsjóðsinnstæðu sína greidda út. Þeir vissu að ef mikið af
bókfærðum eignum félagsins var gamlar skuldir að svona ofáætlun
mundi orsaka þverrandi peningamagn hjá félaginu. Stjórnin lét áætlaða
verðið standa. Talað var um að kröfur sumra félagsmanna hafi verið
hóflitlar og ósanngjarnar en í fundargerðabók kemur ekkert fram um
slíkar kröfur, nema þá að menn vilji telja kröfur um greiðslu á stofn-
sjóðsinnstæðu ósanngjarna.
Tvískiptingu félagsins í pöntunar- og söludeildir hefur verið um
kennt, því reikningsfærslan hafi ekki verið aðgreind sem skyldi. Af-