Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 104
102
MULAÞING
Jón Filippseyjakappi. Solveig kona hans fór til hans með börn þeirra
mörgum árum síðar. Halldór Stefánsson var deildarstjóri söludeildar
frá 1903 til 1909, er hann flutti í Hamborg í Fljótsdal og bjó þar til
1921 að hann flutti í Torfastaði í Vopnafirði. Hann var svo forstjóri
Brunabótafélags fslands frá 1929 til 1945 og sat á alþingi um skeið.
Meðan hann bjó í Hamborg var hann formaður Kaupfélags Héraðsbúa
í 10 ár.
Víst er að sr. Einar Jónsson tók fall pöntunarfélagsins nærri sér.
Það er athugunarefni hvert viðhorf pöntunarfélagsmanna, stofnenda
Kaupfélags Héraðsbúa, hefur verið á árunum 1908 - 1910. í fyrsta lagi
voru þeir einhuga um að greiða skuld pöntunarfélagsins. Sá samhugur
var þeim til mikils sóma. í öðru lagi höfðu þeir nú reynslu af því að
lánsverslun getur hæglega leitt til skuldasöfnunar, sem gerir vörur og
verslun alla dýrari svo að einstaklingar og fyrirtæki ramba á barmi
glötunar og steypast jafnvel fram af. En í þriðja lagi stofnuðu þeir
annað samvinnufélag, Kaupfélag Héraðsbúa á þeirri reynslu, sem þeim
hafði hlotnast og hljóta að hafa gert harðari kröfur til viðskiptavina
eftirleiðis um greiðslu á vörum.
Eftirtektarvert er að enginn þeirra, sem nefndir hafa verið til sögu
pöntunarfélagsins og kaupfélagsins síðar, skyldi hverfa úr landi á þess-
um áratugum Vesturheimsflutninganna. Þeir virðast hafa eygt úrræði
til lífsbjargar hér heima. Undantekning frá reglunni er Jón Stefánsson
en hann var ekki heldur rótfastur í búskapnum.
Ýmsir ráku upp ramakvein með hlakktóni undirniðri yfir óförum
pöntunarfélagsins. Það gys mun þó hafa komið frá keppinautunum á
Seyðisfirði og varð enginn sigursöngur en reyndist yfirborðsmál til
minnkunar þeim, sem mest flíkuðu slíku. Kaupmönnum hafði einnig
verið meinilla við Þorvarð Kjerúlf 20 - 25 árum fyrr. En sem dæmi
um gys mætti benda á vísu eina, sem fór á loft og er lítill skáldskapur.
Þrátt fyrir það segir hún sína sögu.
Bændum ætti að bætast nú
baslið allt og vöntunin
með solidariskt samlagsbú,
- svona eins og pöntunin.
Margir bændur á Héraði hlustuðu ekki á slíkt eða létu engu varða,
þrátt fyrir baslið, vöntunina og erfiðleikana, sem við hugsum vart út
í nú og gerum okkur litla grein fyrir í hverju var fólgið. Hér verður