Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 110
108
MÚLAÞING
kippti mér upp. Eftir að hafa hóstað um stund fór eg að skæla - og
alla mína ævi man eg eftir þeim augnablikum sem eg var niðri í læknum.
III
f byrjun aldarinnar var ekki mikið um skemmtisamkomur í sveitum
og síst af öllu að þær væru ætlaðar fyrir börn innan fermingaraldurs,
þau urðu að láta sér nægja félagsskapinn við húsdýrin og þá skemmtun
sem oft leiddi af sambúðinni við þau. Eg minnist þó þess að eg fékk
að fljóta með í einni eða tveimur brúðkaupsveislum þegar eg var 10
- 12 ára, fannst mikið til þess koma og bjó lengi að endurminningunni
um þær á eftir.
Það mun hafa verið sumarið 1903 sem byrjað var að byggja brú yfir
Lagarfljót og stóð það verk lengi yfir, enda var það lengsta brú sem
þá hafði verið byggð á íslandi. Svo er það vorið 1905 sem boðað er
til nautgripasýningar fyrir allt Fljótsdalshérað, og átti hún að haldast
við brúna. Nú stóð svo á að ekki var búið að ljúka smíði brúarinnar,
t. d. var þá alveg eftir að setja handriðið öðrumegin á brúna. Þetta
hefði nú ekki þurft að koma að neinni sök ef nóg aðgæsla hefði verið
á höfð, en svo var ekki og kem eg að því síðar.
Mér hafði verið lofað því að eg skyldi fá að fara á þessa sýningu og
hlakkaði til þeirrar stundar eins og þá var siður barna ef þau áttu að
fá að fara á mannamót. Þetta hefur verið í júnímánuði að eg held.
Sýningin var haldin austan megin brúarinnar, rétt við brúarsporðinn.
Þó náði þetta yfir nokkuð stórt svæði suður og upp frá brúnni. Engin
hús voru þarna fyrir gripina, en slegið hafði verið upp girðingu eða
rétt þar sem kýrnar voru hafðar. En nautin voru bundin með járnkeðj-
um við eitt gríðarsvert og langt rekaviðartré sem þarna hafði verið
skilið eftir af einhverjum sem látið hafði flytja það utan af Héraðssönd-
um. Önnur rekaviðartré voru notuð í girðinguna utan um kýrnar, og
sumar þeirra voru líka bundnar við stór tré. Nú mundi þetta þykja
ærið frumstæður undirbúningur undir stóra og fjölmenna sýningu, að
hafa engin tjöld og enga skúra.
Við komum þarna það snemma að fáir gripir voru þá komnir og
hafði eg mjög gaman af að fylgjast með öllu sem gerðist. Þátttaka var
mikið meiri frá búendum úr Suður-Múlasýslu, hvernig sem því hefur
verið varið.
Bestu kýr sem þá voru taldar í minni sveit voru hjá Sigfúsi Oddssyni
á Staffelli, og hann lét reka allar sínar kýr á sýninguna. En fólkið mun