Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 111
MÚLAÞING
109
hafa verið síðbúið hj á Sigfúsi, því þegar hann kemur með sinn kúarekst-
ur, þá eru mjög margir komnir á sýninguna og fólkið að rangla fram
og til baka yfir brúna. Nú voru þetta einhverjir unglingar sem komu
með kýrnar, og þeir höfðu enga fyrirhyggju, heldur reka kýrnar strax
út á brúna þar sem fjöldi fólks var ýmist á austur- eða vesturleið.
Ef þeir sem með kýrnar voru hefðu haft sinnu á að teyma eina kúna
á undan hefði allt farið vel. En þarna voru kýrnar reknar í einum hóp
út á brúna og þegar þær mættu fólkinu á vesturleið vildu þær snúa við,
en höfðu ekkert svigrúm til þess - og því var eina leiðin fyrir þær að
kasta sér út af brúnni og það gerðu þær, þ. e. a. s. þrjár þeirra, hinar
tókst að handsama áður en það var um seinan. Þær sem út af stukku
lentu strax í straumkastinu frá ísbrjótum sem voru fram undan hverjum
stólpa, og bar straumurinn þær strax út fyrir brúna, en þar fóru þær
að átta sig og syntu til lands.
Ekki var sjáanlegt að kúnum yrði neitt meint af baðinu og komust
þær á sinn stað.
Nautin voru bundin við rekatré eins og eg hef áður sagt. Þau munu
hafa verið 10 - 12 á ýmsum aldri, frá Vi árs til 10 ára og voru öll bundin
við sama tréð og líklega sama járnkeðjan á þeim öllum. Við strákarnir
höfðum gaman af að ganga á milli nautanna og vita hvernig þau tækju
því. Flest þeirra tóku þessu vel og leyfðu að strokið væru um háls
þeirra og þeim klappað, en þarna voru samt nokkrar undantekningar.
Minnisstæðastur er mér rauður boli sem bundinn var yst á enda trésins
þeim megin sem sneri frá fljótinu. Hann var sérstaklega illur viðskiptis,
vildi ekki að neinn kæmi nálægt sér, og ef gengið var fram með honum
þá umhverfðist hann og tók að ulgra og blása. Þetta varð til þess að
espa strákana ennþá meira og voru þeir sí og æ að snerta við honum.
Nautið hafði engan nasahring eins og þó var á öllum gömlu nautunum,
og fyrir bragðið veittist því mjög létt að vinda hausnum snöggt til og
teygja smásaman á festinni. Þó tók enginn eftir því að keðjan færðist
smátt og smátt lengra og lengra nær endanum, drengirnir voru svo
uppteknir af að tyrta það til að þeir tóku alls ekki eftir þessu.
En svo skeði óhappið, keðjan féll fram af enda trésins og um leið
varð nautið laust, því það var kollótt og um leið og það beygði hausinn
féll keðjan fram af honum. Þegar strákarnir sáu hvað orðið var hlupu
þeir eins og fjaðrafok burtu, en boli kom á eftir. Þá vildi það þeim til
happs að þeir hlupu fram hjá manni sem sneri baki í bola og hafði
ekki tekið eftir því sem gerðist. Boli rennir sér nú aftan undir hann,
rekur hausinn milli fóta hans, hefur hann á loft og kastar honum nokkra