Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 117
múlaþing
115
Einarsson frá Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð, á leið vestur í Önundarfjörð.
Hann þurfti einnig að komast með Esju þennan sama dag. Eftir stutta
viðdvöl að Miðhúsum lögðum við á fjallið til Fjarðarheiðar. Ferðin
gekk vel og greiðlega. Á Norðurbrún hvíldum við okkur. Litum yfir
hið fagra Fljótsdalshérað, sem jafnvel um hávetur var töfrandi fagurt
séð frá þessum dásamlega útsýnisstað, sem varla á sinn líka á landi hér.
Við héldum svo áfram ferðinni yfir heiðina. Færðin var skínandi
góð. Veðrið var bjart og fagurt. Um miðja heiði, neðan til í Vatnshæð-
unum var sæluhús Landsímans. Við komum þar við. í sæluhúsinu var
eldstæði og nægur eldiviður. Settum við ketil á eldstæðið og bræddum
snjó til drykkjar, fengum okkur bita og hvíldum okkur um stund.
Svo bar við, þegar við sátum í sæluhúsinu við lítið borð, snæddum
nesti okkar og drukkum brædda snjóinn, að ég saknaði Sigbjörns og
sýndist sæti hans autt. „Hvar er Sigbjörn?“ spurði ég. Ferðafélagarnir
litu hver á annan, en þó mest á mig með miklum undrunarsvip og
sögðu: „Sérðu ekki manninn sem situr þarna beint á móti þér?“ Var
þá líkt og hulu væri svipt frá augum mínum og sá ég þá Sigbjörn í sæti
sínu, en fölur sýndist mér hann vera. Spurði ég hann þá hvort honum
væri illt, en hann neitaði því.
Sæluhús þetta geymir sína sögu. Margur maðurinn hafði leitað þar
skjóls og notið þar gistingar í lengri eða skemmri tíma, þegar hríðar-
byljir skullu á ferðafólki á þessum langa og oft torsótta fjallvegi.
í sæluhúsinu voru svefnbekkir, ábreiður og ýmis tæki sem slíkum
húsum fylgja venjulega. Það var því hægt að láta fara vel um sig í
kofanum, en svo var sæluhúsið oftast nefnt. Ekki þótti þó fýsilegt að
gista þar einsamall næturlangt, því að reimt þótti í kofanum. Sagnir
eru til af þeim reimleikum, en þær verða ekki sagðar hér. Þegar við
kvöddum kofann skildum við eftir sína krónuna hvert okkar, röðuðum
þeim á blað sem skrifað var á: „Þetta ánafnast vel frómum finnanda."
Þetta var þó nokkuð á kreppuárunum fyrir þann fróma!
Símalínan lá yfir þaki hússins, sem einnig var í símasambandi. Var
sæluhúsið því auðfundið, ef menn gátu fylgt símalínunni, sem oftast
tókst.
Að öðru leyti var heiðin vörðuð, en eftir að sími á staurum var
lagður yfir heiðina fylgdu menn honum jafnan og vörðunum smáfækk-
aði, því að þá lagðist niður að halda þeim við, svo sem áður var gert.
Má óhætt fullyrða, að mörgu mannslífinu hafi kofinn bjargað.
Sigbjörn flutti farangur sinn á lítilli skíðagrind. Þegar tók að halla
austur af heiðinni, settist hann ofan á farangur sinn, veifaði til okkar