Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 119
MÚLAÞING
117
Um nóttina gistum við Eiðamenn í Gistihúsi Hjálpræðishersins á
Seyðisfirði. Hvergi hef ég gist á slíkum stað, þar sem jafnframúrskar-
andi vel hefur verið tekið á móti ferðamönnum og einmitt þar. Klæðn-
aður tekinn og lagður til þerris og lagfærður eftir því sem með þurfti,
og viðurgerningur allur hinn besti, en gjaldið þó lágt. Tel ég það mikinn
skaða að gistihús þetta skyldi vera lagt niður, og mun margur langferða-
maðurinn hafa saknað þess.
Klukkan fimm næsta morgun var risið úr rekkju. Veður var svipað
og daginn áður, en þó nokkuð meira frost. Eftir að hafa þegið ágætan
árbít í gistihúsinu, kvöddum við gestgjafa okkar og héldum til fjalla -
heim á leið. Baggar okkar voru seigþungir. Arnbergur og ég höfðum
sinn 40 punda baggann hvor, en baggi Haralds var nokkru léttari.
Nestisbita höfðum við með okkur, nokkrar brauðsneiðar með kjöt-
sneiðum ofan á. Við fórum nú skemmstu leið til Eiða, upp Vestdalinn,
sem er fyrir austan Bjólfinn. Okkur kom saman um að fara Afréttina,
þótt leiðin þangað upp lægi nokkru hærra en Vestdalsheiðin. Við losn-
uðum þá við Gilsárdalinn, sem mörgum finnst bæði langur og leiðinleg-
ur yfirferðar að vetrarlagi. Þegar komið er upp á Afréttarskarðið vestur
af Grýtu, er svo að segja stöðugt undanhald til Héraðs. Gangfæri var
gott. Ferðin sóttist vel upp á Afréttina, þar skein á okkur skammdeg-
issólin, en frost var tæplega undir 15° á celsíus. Við tylltum okkur
niður sem snöggvast, meðan við fengum okkur bita. Nú var hægt
undanhaldið til Héraðs. Við litum niður á heiðarvatnið, það var allt
þakið ísi og snjó. Hvergi þótti villugjarnara en á vatninu á Vestdals-
heiði. Margir höfðu villst þar í dimmviðrum, gengið marga hringi á
vatninu og sumir orðið þar úti fyrir fullt og allt. Að lítilli stundu liðinni
ætluðum við að halda áfram ferðinni. En hvað var þetta? Haraldur
félagi okkar var aftur sestur á gaddinn. Við spurðum hann hvort nokkuð
væri að. Hann svaraði dræmt, að sig langaði svo mikið til að sofna
ofurlitla stund. „Sofna!“ kölluðum við, „það er lífshættulegt að sofna
uppi á reginfjöllum í grimmdarfrosti,“ og við báðum hann um að standa
upp hið bráðasta.
Haraldur starði þegjandi fram fyrir sig og hreyfði sig ekki. Við geng-
um til hans og skipuðum honum með höstum rómi að standa tafarlaust
upp, ella mundi hljótast verra af. Það bar engan árangur. „Ég er svo
syfjaður. Mig langar bara til að sofa,“ sagði Haraldur. Nú vandaðist
málið. „Hefði hann verið einn á ferð - hvað þá?“ sögðum við. Var
þarna kannski fengin skýring á því, hversu margir höfðu orðið úti á
þessum slóðum, og það ekki alltaf í vondum veðrum. Var einhver