Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 125
MÚLAÞING
123
Búlandsnes, vestur af Djúpavogi.
Teikning af gamla Búlandsnesbœnum. Hana gerði franski málarinn August Mayer 1836.
Snemma á 19. öld var þarna sýslumannssetur, en læknir sat þar frá 1899 til 1930, og reisti
sér þá nýtt hús þar, ekki langt frá rústum þessa bæjar.
Trúlega hefur bænhúsið verið uppistandandi þarna einhversstaðar í grenndinni, þegar mynd-
in var gerð.
lengstum í kaþólskum sið, en þegar fram í sótti varð Beruneskirkja
annexía (útkirkja) frá Berufirði.
Arið 1874, sömu nótt og kirkjan fauk í Berufirði, gerðist hið sama
á Berunesi. Presturinn, sr. Þorsteinn Þórarinsson, sem bjó reyndar í
Berufirði, mun þá hafa verið næturgestur á Berunesi. Þegar honum
voru sögð tíðindin um morguninn, á hann að hafa sagt: „Þá hefur
kirkjan í Berufirði fokið líka.“ Sú kirkja hafði verið byggð upp 1848,
gerð úr timbri.
Kirkjan, sem nú er á Berunesi, var reist haustið 1874 af nýjum
viðum, enda hafði ekkert bjargast úr gömlu kirkjunni nema klukkurn-
ar. Var hið nýja guðshús vígt 2. sunnudag í jólaföstu 1874, þ.e. 6.
desember.
Árið 1963 var byggð forkirkja á vesturgafl.
Beruneskirkja var bændakirkja til ársins 1974, er söfnuðurinn tók
við henni.