Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 126
124
MÚLAÞING
BÚLANDSNES.
í Vilchinsbók, frá
1397, en það mun vera
elsta safn máldaga fyr-
ir kirkjum í Skálholts-
biskupsdæmi, er getið
um bænhús á Búlands-
nesi og það sagt til-
heyra Hálskirkju.
Frekari heimildir um
þetta eru vandfundn-
ar, en þó er til úttekt
á Búlandsnesbænum,
frá 1791, þar sem bæn-
hús er talið heyra jörð-
innitil. Lýsingþesser:
„ 3 stafgólf, með 4 bitum, 4 sperrum, 4 stoðum hverju megin, 2
syllum, 2 langböndum hverju megin og reisifjöl, standþil að framan,
með skrálœstri hurð á járnum . . . “
Þetta er merkileg heimild, vægast sagt, og bendir ýmislegt til, að
bænhúsið hafi staðið fram á miðja 19. öldina (sbr. orð sr. Jóns Bergs-
sonar í lok þessarar greinar, en hann ritar sína lýsingu um 1840). Þó
virðist enginn hér muna eftir sögnum um bænhús þarna, ekki heldur
Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er fæddist á Búlandsnesi
og átti þar heima til fullorðinsára. Foreldrar hans komu að Búlandsnesi
1899 og hefðu trúlega einhvern tíma minnst á það við börn sín, að
bænhús hefði eitt sinn verið þarna, hefðu þau um það haft einhverja
vitneskju. Því bendir flest til þess, að bænhúsið muni hafa lagst af
þegar halla tók á síðari hluta 19. aldar.
Síðasti ábúandi jarðarinnar hvarf á braut árið 1944.
DJÚPIVOGUR.
Eina kirkja, sem reist hefur verið á Djúpavogi, var byggð haustið
1893. Fram að þeim tíma sóttu menn kirkju inn að Hálsi, en um nóttina
8. til 9. mars 1892 hafði sú kirkja fokið og brotnað mikið, þegar óveður
gekk þar yfir. Töldu menn þá rétt að byggja ekki framar kirkju þar
innfrá, heldur úti við Djúpavog og leituðu til biskups með þá ósk.
Þann 23. ágúst 1893 kom svo bréf frá landshöfðingja til biskups, þar
sem m.a. segir:
Djúpavogskirkja.
Myndina teiknaði Jón Helgason, biskup, árið 1918. Kirkj-
an hefur tekið miklum breytingum frá því, er myndin var
gerð.