Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 127
múlaþing
125
„Samkvœmt tillög-
um yðar, herra biskup,
vil ég hér með eftir ósk
meiri hluta hlutaðeig-
andi safnaðar . . .
veita samþykki mitt til
þess, að kirkjustaður-
inn að Hálsi í Hamars-
firði verði lagður
niður, og kirkja fyrir
sóknina verði reist á
verslunarstaðnum
Djúpavog, í stað
kirkju þeirrar, er fauk á Hálsi í ofveðri . . . 1892, og nefnist sóknin
síðan Djúpavogssókn ..."
Yfirsmiður hinnar nýju kirkju mun hafa verið Lúðvík Jónsson, snikk-
ari á Djúpavogi. Upphaflega var kirkjan viðarklædd að utan og með
hlerum fyrir gluggum, en nokkrum árum síðar var hún járnklædd.
Um 1940 voru gerðar allmiklar breytingar á kirkjunni, og voru þá
m.a. settir í hana nýir bogagluggar.
Aftur fékk hún miklar endurbætur 1953. Var þá byggð við hana
forkirkja, og kór. Þá var kirkjan líka múrhúðuð að utanverðu og
máluð, og steyptur grunnur.
Gréta og Jón Björnsson máluðu og skreyttu kirkjuna 1954.
Líklega hefur fyrsta messa verið sungin í kirkjunni 3. sunnudag í
aðventu 1893, þ.e. 17. desember. Um sérstaka vígsluathöfn er þó
hvergi getið í heimildum.
Kirkjan var afhent Djúpavogssöfnuði 2. júlí 1931.
FOSSÁRDALUR.
í Fossárdal miðjum er til örnefnið Kirkjustaður, vallgrónar tættur,
efst í svonefndu Engi, grösugasta hluta dalsins. Munnmæli segja, að
þar hafi verið kirkja eða bænhús fyrr meir, og jafnvel 11 bæir í dalnum,
og hafi þar verið sérstök kirkjusókn.
Telja menn það vel geta staðist, að guðshús hafi verið þarna í fyrnd-
inni, en þykir hitt ósennilegt, að þar hafi verið svo margir bæir. Þó er
vert að geta þess, að nú eru þar 2 bæir og vitneskja um 7 eyðibýli, svo
að þar vantar aðeins 2 í fulla tölu. í Svartadauða, árið 1402, er talið
að byggð í dalnum hafi eyðst, en risið á ný á sautjándu öld.
Fossárdalur.
Myndin er tekin á Enginu, og mun Kirkjustaður vera á
sléttlendinu undir gilinu, er sést fyrir miðju.