Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 129
MÚLAÞING
127
teiknaði og prentað var fyrst árið 1590, er merkt inn kirkja á Berufjarð-
arströnd, og ritað þar yfir: Garavig. Virðist allt benda til þess, að hér sé
átt við Gautavík, enda þótt hvergi annarsstaðar sé minnst á kirkju þar,
eftir því sem næst verður komist.
Vera má, að til skamms tíma hafi verið þarna kirkja, enda var Gautavík
verslunarstaður og því nokkuð um ferðir þangað, og byggðarkjarni þar
trúlega einhver. Mun enda hafa verið tilhneiging á þessum tíma, að reisa
kirkjur á þeim verslunarstöðum, sem dvalið var sumarlangt á.
Má í þessu sambandi nefna, að Þangbrandur biskup er sagður hafa
komið að landi hér fyrst í Gautavík, og mun þá ekki teljast fráleit sú
hugsun, að þýskir menn hafi viljað minnast þessa kristna landa síns með
byggingu kirkju þar.
A verslunarstaðnum forna, Gásum við Eyjafjörð, mun hafa verið
kirkja, sem ætluð var hinum erlendu sæförum. Heyrði þá kirkjan undir
geistleg yfirvöld þess lands, er hana reisti, en var óháð hérlendum kirkju-
yfirvöldum.
Þá var einnig kirkja í Hafnarfirði, ætluð hinum þýsku kaupmönnum.
Erfitt mun líka að hugsa sér, að biskupinn, sem var orðlagður fræðimað-
ur, hafi gert þau mistök að setja þar kirkju, sem engin skyldi vera.
En hvað sem öllum þessum vangaveltum líður, mun áfram standa fyrir
ofan kirkjumerkinguna á íslandskortinu frá 1590: Garavig.
GEITHELLAR.
í Vilchinsbók (frá 1397) er nefnd kirkja á Geithellum, og þar talið
upp góss hennar. Var það Mikaelskirkja, helguð erkienglinum.
I Gíslamáldaga, frá 1576, er hins vegar talað um hálfkirkju þar, en
munurinn á þessum tveimur formum guðshúss var sá, að kirkja (þ. e.
alkirkja) hafði meiri skyldur en hálfkirkja, eins og t. d. messuskyldu
hvern sunnudag. Trúlega hefur þetta snemma verið annexía frá Hofi.
Örnefnið Kirkjuteigur, sem er fyrir neðan gamla bæinn, mun nú vera
það eina sem minnir á þetta guðshús í landi Geithella til forna.
GRENJAÐARSTAÐUR.
Arið 1839 sendi Hið íslenska bókmenntafélag öllum prestum hér á
landi spurningabréf, og voru þeir beðnir um að hafa svörin eins nákvæm
og írekast væri unnt. Hafa svör þessi verið nefnd Sóknarlýsingar, enda
miðuðu spurningarnar allar að því að fá sem gleggstar upplýsingar um
viðkomandi sóknir. Sr. Jón Bergsson, sem þá var prestur að Hofi í
Alftafirði, sendi ítariega greinargerð um hæl, þar sem hann lýsti öllu