Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 131
múlaþing
129
Nú er vitað, að þessi Grenjaðarstaður var til (oft líka nefndur Grenj-
aðarstaðir), en hann eyddist í skriðuhlaupi fyrir löngu síðan. Ólafur
Olavius, sem tók saman eyðibýlaskrá í Múlasýslu 1775 - 1777, nefnir
býlið þar, en veit ekki hvenær það lagðist af, svo ekki hefur það verið
nýlega horfið þá. Er mælt, að þar hafi verið 18 hurðir á járnum.
Veðurkort, er sýnir aðdraganda kirkjufoksins að Hálsi í Hamarsfirði.
Trausti Jónsson, veðurfrœðingur, teiknaði þetta kort, ogsegirm. a. í greinargerð, semfylgdi
því: .Janúarveðrið 1874 (sem feykti Berunes- og Berufjarðarkirkju, nóttina milli 11. og 12.
janúar) skall yfir vestanvert landið að kvöldi þess 10., en breiddist síðan til austurs. Hámarki
náði veðrið á Austurlandi um miðnætti aðfaranótt þess 12. Vestanlands var komið skaplegt
veður þann 12., en allan þann dag var veður mjög vont bæði á Norður- og Austurlandi og
gekk ekki alveg niður fyrr en að kvöldi þess 13. Mjög mikið frost fylgdi veðrinu um land
allt og þegar það var sem verst var frostið á Djúpavogi 15 til 16 stig.
Illviðrið 1892 (sjá veðurkort), sem braut niður Hálskirkju, var mjög svipað. Veðurhæð er
mjög mikil og frost gríðarlegt, en undir kvöld þennan dag mun veðrið hafa orðið hvað mest
á Austurlandi. Talsvert illviðri hafði gertþann 6., en þann 7. var skaplegt veður þó frosthart
vœri, en þá var hins vegar versta veður á Vesturlandi og breiddist það austur um. Að kvöldi
þess 8. féll veðurathugun niður á Teigarhorni, enda sjálfsagt Itreinasta lífshœtta að fara út
úr húsi, þó ekki vœri nema að mælaskýlinu á norðurvegg hússins, í nánast fárviðri og um
20 stiga frosti. Pann 8. var veður að ganga niður á Vesturlandi, en ekki fór að lægja á
Austurlandi fyrr en undir kvöld þess 9.
Hafís var við Norðausturland bœði 1874 og 1892 og er þar skýringar á frosthörkunum að
finna. “
9