Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 132
130
MÚLAÞING
Háls í Hamarsfirði.
Fyrir miðju sést gamli kirkjugarðurinn á Hálsi, en þar mun kirkjan hafa staðið, hægra megin
við trén, er sjást. Myndin sýnir einnig gamla þjóðveginrt, og Strýtu í fjarska.
HÁLS.
í miklu ofveðri, nóttina milli 8. og 9. mars 1892, fauk kirkjan að
Hálsi við Hamarsfjörð, og brotnaði í spón. Sú kirkja hafði verið reist
1864 og 1865, og var því ekki nema um 28 ára þegar hún fauk. Yfir-
smiður hafði verið Haraldur Briem, sá er reisti Berufjarðarkirkju árið
1874. Kirkjan, sem áður stóð á Hálsi var byggð árið 1798 úr timbri,
af kaupmönnum á Djúpavogi, og þótti stórt og veglegt hús. Sú kirkja
hafði fokið upp úr 1860. Þetta voru ekki fyrstu kirkjur, sem risu þarna
undir Hálsfjalli, því að í kirknatali Páls biskups Jónssonar, frá því um
1200, er getið kirkju þar, og hún kennd við Andrés postula. Má líklegt
telja, að kirkja hafi staðið þar frá upphafi kristni í landinu, og síðan
allt fram til þessarar óveðursnætur, 1892.
begar Alsírsbúar hjuggu strandhögg á Austfjörðum, árið 1627, er sagt
að þeir hafi komið við á Hálsi og rænt þar kirkjuna; haft á brott með sér
kaleik, messuklæði og annað fleira, sem þeim virtist slægur í. Altarið
munu þeir hafa höggvið í sundur og kastað svo fram að kirkjudyrum.
125 árum síðar ritaði prófasturinn í Suður-Múlasýslu, séra Jón Þor-
láksson í Hólmum, þessi orð í vísitasíubók sína, eftir að hafa skoðað
Hálskirkju og eigur hennar: