Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 134
132
MÚLAÞING
Árið 1969 fékk hún
mikla viðgerð. Smíð-
aður var á hana nýr
turn og gólf, nýtt járn
sett á þak og veggi,
skipt um glugga og
þeim fækkað um 1
hvoru megin, og hún
klædd sandblásnum
veggplötum innan.
Þá var kirkjan öll
máluð og skreytt inn-
an 1955. Unnu það
verk hjónin Gréta og
Jón Björnsson, er mál-
að höfðu Djúpavogs-
kirkju á svipaðan hátt
nokkru áður.
Kirkjan að Hofi var
lengi vel miðstöð
sóknarinnar, og
prestakallið nefnt
Hofsprestakall. Þar
var prestssetur allt til
ársins 1905, er það var
flutt til Djúpavogs.
Hofskirkja var af-
hent söfnuðinum 9.
júlí 1926.
Hofskirkja í Álftafirdi.
Jón Helgason, biskup, teiknaði myndina 2. ágúst 1918.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni síðan þá.
Kross á Berufjarðarströnd, utantil.
Litli drengurinn stendur á Bænhússbala, en þar er talið að
kirkjan hafi staðið, og trúlega síðar bœnhús.
KROSS.
Kirkja var fyrrum á Krossi á Berufjarðarströnd. Er hennar getið
m.a. í Vilchinsbók, 1397.
Á Krossi er til örnefnið Bœnhússbali, sem minnir á leifar kirkjunnar,
eða bænhúss. Vera má, eins og reyndar fólk þarna heyrði sagt áður
fyrr, að fyrst hafi staðið þar kirkja,. en síðar bænhús.
Fyrir um 20 árum var brotin niður gömui hlaða, er stóð þarna í balanum.
Er talið, að þessi hlaða muni hafa verið byggð ofan á veggi guðshússins,
að hluta til a.m.k., og má enn greina þessi veggjarbrot þarna.