Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 137
múlaþing
135
í kirkjunni yfir hinum
litla söfnuði, 10-15
manns. Þegar dauða
eða fæðingu ber að
höndum og þarf að
skíra er gert boð fyrir
prestinn, sem kemur
þegar veður leyfir.
Eins og á Stóra-Dím-
on í Færeyjum tíðkast
í Papey að húsbóndinn
annist sjálfur guðs-
þjónustur í kirkjunni. Hann les húslestur í gamalli bók og síðan eru
sungnir nokkrir sálmar. Kirkjan litla er aðeins 5 metra löng og svo lág
að presturinn er með höfuð og herðar yfir loftbitunum, þegar hann er
stiginn í stólinn. Gamaldags er kirkjan og kirkjumunirnir sömuleið-
is . . . Utandyra var kirkjan njörvuð niður í berg með vír, og er það
nauðsynleg varúðarráðstöfun vegna haust- og vetrarstorma. “
Mun þetta vera eina lýsing gamla bænhússins (sem margir hafa nefnt,
og nefna enn, kirkju, eins og Bruun) í Papey, en blýantsteikningar
gerði hann nokkrar, er sýna það.
Við aldamótin síðustu var bænhúsið orðið mjög hrörlegt. Lét þá
bóndinn í Papey, Gísli Þorvarðarson, byggja það upp, og fékk til þess
verks tvo smiði af Djúpavogi, þá Lúðvík Jónsson (sem áður hafði
fengist við Djúpavogs- og Hofskirkju) og Magnús Jónsson. Er sagt að
þeir hafi getað notað hliðarnar úr gamla bænhúsinu, og prédikunarstóll-
inn er hinn sami og var áður. Annars hefur rekaviður verið notaður
að mestu til byggingarinnar.
Er mælt, að Gísli hafi litlu áður heitið því að byggja upp guðshúsið,
ef hann fengi góðan reka. Þegar svo allt fylltist af reka skömmu síðar,
lét bóndinn ekki sitja við orðin tóm.
Að smiðirnir hafi getað notað hliðarnar úr gamla bænhúsinu styður
þá hugmynd, að það hafi verið reist árið 1859. Því varla hefur margt
verið nýtilegt úr húsi, byggðu tæpum 100 árum fyrr.
Hið nýja bænhús, sem tilbúið var árið 1904, var njörvað í berg niður
eins og hið gamla. Þó mun aldrei hafa verið sett keðja við austurkant-
inn. Það stendur norðaustan við bæinn, og liggur þar grafreitur við.
Bænhúsið hefur verið málað í tvígang utan síðan þá, en var málað
innan og lagað í kringum 1940. Einhverju sinni var það farið að halla
I Papey.
Myndin sýnir bœnhúsið, sem reist var 1904 og stendur enn.