Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 138
136
MÚLAÞING
svolítið að austan-
verðu, en var þá settur
undir þar planki. Þó er
sagt, að það sígi enn.
Einnig var skipt um
klæðningu á suður-
stafni og gluggi þar
tekinn í burtu; og loft
bænhússins, sem áður
var til hálfs, sett yfir
það allt.
í bænhúsinu eru 2
bekkir, og liggja þeir
báðir eftir því endi-
löngu.
REFSSTAÐIR.
Á Refsstöðum í
Hamarsfirði var
bænhús, er sagt. Þó er
fátt annað vitað þessu
til stuðnings. Bærinn
mun hafa eyðst í
Svartadauða, árið
1402.
Refsstaðir í Hamarsfirði.
Myndin sýnir hrunda veggi fjárhúss, sem reist var einhvern
tíma milli 1930 og 1940. Fyrir þann tíma voru á þessum
stað mjög vallgrónar tœttur, sem hafa þá trúlega verið leifar
bœjarstœðisins gamla.
Skáli á Berufjarðarströnd.
Myndin sýnir gamla bæinn. Púfurnar umrœddu munu hafa
verið (að sögn Tryggva Ólafssonar) framan við trén, sem
g j eru þar komin, hcegra megin við bæinn, nálœgt stólpan-
, ' um, er sést í.
í máldaga frá 1535
er minnst á bænhús á Skála, Berufjarðarströnd. Fátt annað hefur varð-
veist ritað um það.
Sigríður Ólafsdóttir, er bjó á Skála langa hríð, sagðist ekki muna
eftir neinum sögnum um bænhúsið, er ég spurði hana eitt sinn. Þó
sagðist hún muna eftir því, að bræður hennar, Antoníus og Tryggvi,
sem þá munu hafa verið um fermingu, hafi einu sinni verið beðnir um
að fara út á tún og slétta úr 3 aflöngum, frekar lágum þúfum, svona
til þess að láta þá hafa eitthvað til að géra.
Segir hún, að þeir muni hafa fundið þar kross einn lítinn, úr málmi,
er hefði svo týnst síðar. Töldu menn þar líkur benda til, að þarna
einmitt hefði bænhúsið umrædda staðið, og þúfurnar verið gamlir