Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 140
138
MÚLAÞING
Pvottá i Alftafirði.
Talið er, að Pvottárkirkja hafi verið nœrri þeim bletti, sem fólkið stendur á. Myndin er tekin
9. júlí 1988, þegar vígslubiskup, herra Sigurður Guðmundsson, hóf vísitasíuferð sína um
A ustfjarðaprófastsdœmi.
verki?“ Þangbrandur segir: „Á morgun er hátíð Mikjáls höfuðengils.“
Hallur spurði: „Hversu er honum háttað?“ Þangbrandur svarar: „Hann
er settur til þess að fara mót sálum kristinna manna.“ Síðan sagði
Þangbrandur margt frá dýrð Guðs engla. Hallur mœlti: „Voldugur mun
sá, er þessir englarþjóna?“ Þangbrandur svarar: „Guð gefur þérþennan
skilning.“ Hallur sagði um kvöldið hjúum sínum: ,,A morgun halda
þeir Þangbrandur heilagt Guði sínum; og nú vil ég, að þér njótið þess,
og skuluð þér ekki vinna á morgun og skulum vér nú ganga og sjá
athæfi kristinna manna. “
Um morguninn veitti Þangbrandur tíðir í tjaldi sínu, en Hallur gekk
og hjú hans að sjá athæfi þeirra og heyrðu klukknahljóm og kenndu
ilm af reykelsi og sáu menn skrýdda guðvef og purpura. Hallur spurði
hjú sín, hversu þeim þóknaðist athœfi kristinna manna, en þau létu vel
yfir. Hallur var skírður laugardaginn fyrir páska og hjú hans öll þar í
ánni; hún er síðan kölluð Þvottá. “
Af þessu má sjá, að Hallur gerist kristinn nokkru fyrir sjálfa kristni-
tökuna á Alþingi árið 1000 (eða 999). Og sé litið á veldi hans eystra,
mun það vera fátt sem mælir gegn því, að hann muni hafa látið reisa
kirkju við bæ sinn þegar á fyrstu árum hins nýja siðar landsmanna.
Með konungsbréfi, árið 1755, var prestssetur að Þvottá lagt niður, og
sóknin (reyndar ekki nema 3 bæir, Hnaukar, Starmýri og Þvottá) lögð
undir Hof. Síðan var kirkjan felld af, með konungbréfi 17. maí 1765.